Erlent

Bretar senda fleiri hermenn til Afganistans

Óli Tynes skrifar
Breskir hermenn í Afganistan.
Breskir hermenn í Afganistan.

Bretar hafa ákveðið að senda fimmhundruð hermenn til viðbótar til Afganistans. Gordon Brown forsætisráðherra tilkynnti um þetta á þingi í dag.

Miðað við að þegar eru um 64 þúsund hermenn í landinu er þetta ekki mikill fjöldi. Þarna er hinsvegar um að ræða hermenn sem verða allir í fremstu víglínu, engar stoðsveitir sem sjá um birgðaflutninga og annað.

Ennþá er beðið eftir að Barack Obama taki ákvörðun um hvort hann verður við beiðni hershöfðingja sinna um að senda fjörutíuþúsund hermenn til biðbótar til Afganistans.

Um þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru þegar í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×