Fé úr ofanflóðasjóði til sjóvarna við Vík 30. nóvember 2009 05:00 Við Vík Óttast er að mannvirki fyrir hundruð milljóna skemmist ef ekki verður hið fyrsta byggður nýr sjóvarnargarður við Vík.fréttablaðið/vilhelm Ef áætlanir stjórnvalda ganga eftir verður nýr sjóvarnargarður við Vík í Mýrdal fjármagnaður úr Ofanflóðasjóði. „Ég hef spurt sjálfan mig að því af hverju flóðasjóður er ekki notaður til að verja byggð vegna sjóflóða – vegna þess að snjóflóð og sjóflóð eru ótrúlega lík. Það er einungis brottfall á einu n-i – þá erum við farin úr sjóflóði yfir í snjóflóð,“ sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra á Alþingi á miðvikudag. Heimamenn í Mýrdalshreppi hafa undanfarin misseri krafist betrumbóta á sjóvörnum við Vík vegna mikils landbrots. Samgönguráðherra sagði landbrotið nú komið inn fyrir tiltekna eftirlitslínu á um 750 metra kafla og komið að ögurstundu. Í undirbúningi væri því að bjóða út gerð nýs 750 metra langs og 7,7 metra hás varnargarðs eftir áramót. Áætlað er að í hann fari um 400 þúsund tonn af grjóti og sprengdum kjarna og að kostnaðurinn verði um 230 milljónir króna. Fyrir þessu væri hins vegar ekki gert ráð í fjárlögum næsta árs. „Ef ekki verður ráðist í þessa framkvæmd og stórbrim verður líkt og kom á árinu 1990 má reikna með miklu sjávarflóði sem hefði í för með sér mörg hundruð milljón króna tjón á mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins og húseignum einstaklinga,“ sagði samgönguráðherra sem ítrekaði að fjármögnunin væri enn ekki tryggð þótt hann hafi rætt við umhverfisráðherra um þátttöku ofanflóðasjóðs í verkefninu. Fram kom við umræðuna að um sex milljarðar króna eru í Ofanflóðasjóði. Hann var settur á fót eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir hálfum öðrum áratug. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, líkti landbrotinu við hamfarir. „Mýrdælingar hafa sýnt einstakt langlundargeð meðan fjörutíu hektarar af landi hafa horfið beint fyrir framan þorpið,“ sagði Björgvin, sem var upphafsmaður umræðunnar á Alþingi með fyrirspurn til ráðherra. „Við erum fullvalda þjóð og það er alveg sama hversu illa árar hjá okkur í efnahagsmálunum - þetta mál verðum við að leysa,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona úr Sjálfstæðisflokki. Unnur kvaðst vonast til að Ofanflóðasjóður kæmi að málinu. Hún var hins vegar ósammála samanburði samgönguráðherra á sjóflóðum og snjóflóðum. „Það er grundvallarmunur á snjóflóðum og sjóflóðum,“ sagði Unnur. Eygló Harðardóttir úr Framsóknarflokki sagði Alþingi mundu leysa málið. „Hvort sem það munar einu n-i til eða frá,“ undirstrikaði þingkonan. gar@frettabladid.is Kristján L. Möller Björgvin G. Sigurðsson Unnur Brá Konráðsdóttir Eygló Harðardóttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Ef áætlanir stjórnvalda ganga eftir verður nýr sjóvarnargarður við Vík í Mýrdal fjármagnaður úr Ofanflóðasjóði. „Ég hef spurt sjálfan mig að því af hverju flóðasjóður er ekki notaður til að verja byggð vegna sjóflóða – vegna þess að snjóflóð og sjóflóð eru ótrúlega lík. Það er einungis brottfall á einu n-i – þá erum við farin úr sjóflóði yfir í snjóflóð,“ sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra á Alþingi á miðvikudag. Heimamenn í Mýrdalshreppi hafa undanfarin misseri krafist betrumbóta á sjóvörnum við Vík vegna mikils landbrots. Samgönguráðherra sagði landbrotið nú komið inn fyrir tiltekna eftirlitslínu á um 750 metra kafla og komið að ögurstundu. Í undirbúningi væri því að bjóða út gerð nýs 750 metra langs og 7,7 metra hás varnargarðs eftir áramót. Áætlað er að í hann fari um 400 þúsund tonn af grjóti og sprengdum kjarna og að kostnaðurinn verði um 230 milljónir króna. Fyrir þessu væri hins vegar ekki gert ráð í fjárlögum næsta árs. „Ef ekki verður ráðist í þessa framkvæmd og stórbrim verður líkt og kom á árinu 1990 má reikna með miklu sjávarflóði sem hefði í för með sér mörg hundruð milljón króna tjón á mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins og húseignum einstaklinga,“ sagði samgönguráðherra sem ítrekaði að fjármögnunin væri enn ekki tryggð þótt hann hafi rætt við umhverfisráðherra um þátttöku ofanflóðasjóðs í verkefninu. Fram kom við umræðuna að um sex milljarðar króna eru í Ofanflóðasjóði. Hann var settur á fót eftir mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum fyrir hálfum öðrum áratug. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, líkti landbrotinu við hamfarir. „Mýrdælingar hafa sýnt einstakt langlundargeð meðan fjörutíu hektarar af landi hafa horfið beint fyrir framan þorpið,“ sagði Björgvin, sem var upphafsmaður umræðunnar á Alþingi með fyrirspurn til ráðherra. „Við erum fullvalda þjóð og það er alveg sama hversu illa árar hjá okkur í efnahagsmálunum - þetta mál verðum við að leysa,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona úr Sjálfstæðisflokki. Unnur kvaðst vonast til að Ofanflóðasjóður kæmi að málinu. Hún var hins vegar ósammála samanburði samgönguráðherra á sjóflóðum og snjóflóðum. „Það er grundvallarmunur á snjóflóðum og sjóflóðum,“ sagði Unnur. Eygló Harðardóttir úr Framsóknarflokki sagði Alþingi mundu leysa málið. „Hvort sem það munar einu n-i til eða frá,“ undirstrikaði þingkonan. gar@frettabladid.is Kristján L. Möller Björgvin G. Sigurðsson Unnur Brá Konráðsdóttir Eygló Harðardóttir
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira