Erlent

Rændu risaolíuskipi

Óli Tynes skrifar
Olíuskipið Maran Centaurus.
Olíuskipið Maran Centaurus.

Sómalskir sjóræningjar hertóku í gær 300 þúsund tonna olíuskip sem var á leið frá Saudi-Arabíu til Bandaríkjanna með olíufarm.

Þetta er eitt stærsta skip sem sjóræningjarnir hafa náð á sitt vald. Það er í eigu grískrar útgerðar og tuttugu og átta manna áhöfn er um borð.

Skipið var um 1300 kílómetra frá ströndum Sómalíu þegar sjóræningjarnir létu til skarar skríða.

Þeir eru farnir að gera árásir sínar æ lengra frá landi til þess að lenda ekki í klónum á alþjóðlegum herskipaflota sem er við gæslu á þessum slóðum.

Talsmaður Evrópusambandsins sagði BBC fréttastofunni að ellefu skip séu nú á valdi sjóræningja í Sómalíu. Samtals eru 264 skipverjar þar í gíslingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×