Lonely Planet velur tíu helgustu staði heims Atli Steinn Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2009 08:40 Jerúsalem á annað sætið yfir helgustu staði heims að mati Lonely Planet. MYND/Reuters Ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hefur gefið út lista yfir tíu helgustu staði heimsins. Lítil eða engin takmörk eru fyrir því sem skriffinnar Lonely Planet láta sér detta í hug en þeir hafa nú komið sér upp lista yfir það sem þeir telja vera tíu helgustu staði heimsins í trúarlegu tilliti. Reuters-fréttastofan birtir listann á síðu sinni en tekur jafnframt fram að hún taki enga ábyrgð á listanum eða því sannleiksgildi sem hann kunni að búa yfir. Á toppi þessa merkilega lista trónir nígeríska háskólaborgin Ife en að sögn þarlendra trúarbókmennta lét guðinn Oludumare son sinn, Oduduwa, síga niður til jarðar í gullkeðju og gróðursetja þar pálmatré sem síðar blómstraði og skapaði þar með allan heiminn og hina sextán Yoruba-ættbálka sem nígeríska þjóðin er komin undan. Ife toppar þar með sjálfa Jerúsalem sem lendir í öðru sæti listans en þar á hornsteinn alls heimsins að liggja í musteri Sólómons sem múslimar telja það allra heilagasta. Somnath-hofið í Gujarat á Indlandi er næst en þar á hindúaguðinn Somraj að hafa skapað alheiminn og endurskapað hann svo margsinnis með aðstoð hins andlega meistara Krishna. Í fjórða sæti listans er Kenýa-fjallið í Kenýa en það er fyrsti staðurinn á listanum sem er ekki haldið fram að heimurinn hafi orðið til á. Í kjölfarið fylgja svo staðir í Tíbet, Egyptalandi, Kína, Bólivíu, Grikklandi og meira að segja Washington í Bandaríkjunum en við Chelan-stöðuvatnið þar telja indíánar að hinn mikli himnahöfðingi hafi skapað allan heiminn og þar að auki skilið eftir leiðbeiningabækling handa mannfólkinu um hvernig það ætti að hegða sér í lífinu. Lesendur Lonely Planet geta því valið um fjölda staða þegar þeir ætla að gera það upp við sig hvar heimurinn varð til. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hefur gefið út lista yfir tíu helgustu staði heimsins. Lítil eða engin takmörk eru fyrir því sem skriffinnar Lonely Planet láta sér detta í hug en þeir hafa nú komið sér upp lista yfir það sem þeir telja vera tíu helgustu staði heimsins í trúarlegu tilliti. Reuters-fréttastofan birtir listann á síðu sinni en tekur jafnframt fram að hún taki enga ábyrgð á listanum eða því sannleiksgildi sem hann kunni að búa yfir. Á toppi þessa merkilega lista trónir nígeríska háskólaborgin Ife en að sögn þarlendra trúarbókmennta lét guðinn Oludumare son sinn, Oduduwa, síga niður til jarðar í gullkeðju og gróðursetja þar pálmatré sem síðar blómstraði og skapaði þar með allan heiminn og hina sextán Yoruba-ættbálka sem nígeríska þjóðin er komin undan. Ife toppar þar með sjálfa Jerúsalem sem lendir í öðru sæti listans en þar á hornsteinn alls heimsins að liggja í musteri Sólómons sem múslimar telja það allra heilagasta. Somnath-hofið í Gujarat á Indlandi er næst en þar á hindúaguðinn Somraj að hafa skapað alheiminn og endurskapað hann svo margsinnis með aðstoð hins andlega meistara Krishna. Í fjórða sæti listans er Kenýa-fjallið í Kenýa en það er fyrsti staðurinn á listanum sem er ekki haldið fram að heimurinn hafi orðið til á. Í kjölfarið fylgja svo staðir í Tíbet, Egyptalandi, Kína, Bólivíu, Grikklandi og meira að segja Washington í Bandaríkjunum en við Chelan-stöðuvatnið þar telja indíánar að hinn mikli himnahöfðingi hafi skapað allan heiminn og þar að auki skilið eftir leiðbeiningabækling handa mannfólkinu um hvernig það ætti að hegða sér í lífinu. Lesendur Lonely Planet geta því valið um fjölda staða þegar þeir ætla að gera það upp við sig hvar heimurinn varð til.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira