Erlent

Fjórir lögreglumenn skotnir til bana

Óli Tynes skrifar

Mikil leit stendur yfir að byssumanni sem myrti fjóra lögreglumenn þar sem þeir sáu á kaffihúsi skammt frá Seattle í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Það voru þrír karlmenn og ein kona, öll gift og foreldrar.

Lögreglan segir að ljóst sé að beinlínis hafi átt að myrða þau fjögur. Bussumaðurinn kom inn, gekk að borði þeirra og hóf skothríð fyrirvaralaust.

Þegar öll fjögur lágu í valnum gekk hann út aftur án þess að skipta sér af afgreiðslufólki eða öðrum gestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×