Segir að handboltanum sé stjórnað af fólki sem veit ekkert um handbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Vlado Stenzel er einn frægasti handboltaþjálfari sögunnar. vísir/getty Fyrsti handboltaþjálfarinn sem stýrði liði til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1972 er hann vann gullið með Júgóslavíu segir að handboltanum sé stýrt af fólki sem hefur lítið sem ekkert vit á handbolta. Vlado Stenzel varð bæði meistari með Júgóslavíu 1972 og heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi 1978. Hann var í viðtali við hlaðvarpið Balkan-Handball um stærstu vandamál handboltans í dag. „Mér finnst að handboltinn sé bara að þróast í ákveðnum löndum. Hann er ekki nógu áhugaverður fyrir stuðningsmenn. Það eru svo mörg vandamál varðandi reglurnar í leiknum,“ sagði Stenzel og hélt áfram. „Þegar þú lítur á stjórn IFH þá eru meðlimir frá Afríku og Asíu, sem vita ekkert um handbolta. Þeir eru að ráða framtíð handboltans. Reglurnar eru of flóknar og venjulegur íþróttaáhugamaður þarf mánuði til þess að skilja reglunar.“ Hann segir að reglurnar séu of flóknar í handboltanum og það þurfi að einfalda þær eða gera þær einfaldlega meira spennandi. Íþróttin sé langt á eftir körfuboltanum til að mynda. „Þú veist ekki hvenær það er brot og hvenær ekki. Þú þarft fingur til þess að telja sendingar hvort að það sé leiktöf eða ekki. Það er auðvelt að búa til reglur í handbolta, til þess að gera íþróttina meira spennandi bæði fyrir fólk og fjölmiðla.“ „Körfuboltinn er heimsfræg íþrótt og við erum ekki á sama stalli vegna reglnanna. Þú ert að tapa með fimmtán stigum þegar fimm mínútur eru eftir og þú átt möguleika á að gera leikinn spennandi. Þegar liðið þitt í handbolta er að tapa með tíu mörkum í handbolta er eina sem þú getur gert að fara úr höllinni og fara heim.“ Stenzel endaði svo viðtalið á léttu nótunum en hann nýtur lífsins í Dalmatiu í Króatíu.„Við erum með svo mörg vandamál og ég get ekki gert breytingar á þeim því ég er ekki í stjórninni. Ég er bara í Dalmatia svo eina sem ég get gert er að borða góðan fisk og drekka góð vín,“ sagði Stenzel léttur. Handbolti Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Fyrsti handboltaþjálfarinn sem stýrði liði til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1972 er hann vann gullið með Júgóslavíu segir að handboltanum sé stýrt af fólki sem hefur lítið sem ekkert vit á handbolta. Vlado Stenzel varð bæði meistari með Júgóslavíu 1972 og heimsmeistari með Vestur-Þýskalandi 1978. Hann var í viðtali við hlaðvarpið Balkan-Handball um stærstu vandamál handboltans í dag. „Mér finnst að handboltinn sé bara að þróast í ákveðnum löndum. Hann er ekki nógu áhugaverður fyrir stuðningsmenn. Það eru svo mörg vandamál varðandi reglurnar í leiknum,“ sagði Stenzel og hélt áfram. „Þegar þú lítur á stjórn IFH þá eru meðlimir frá Afríku og Asíu, sem vita ekkert um handbolta. Þeir eru að ráða framtíð handboltans. Reglurnar eru of flóknar og venjulegur íþróttaáhugamaður þarf mánuði til þess að skilja reglunar.“ Hann segir að reglurnar séu of flóknar í handboltanum og það þurfi að einfalda þær eða gera þær einfaldlega meira spennandi. Íþróttin sé langt á eftir körfuboltanum til að mynda. „Þú veist ekki hvenær það er brot og hvenær ekki. Þú þarft fingur til þess að telja sendingar hvort að það sé leiktöf eða ekki. Það er auðvelt að búa til reglur í handbolta, til þess að gera íþróttina meira spennandi bæði fyrir fólk og fjölmiðla.“ „Körfuboltinn er heimsfræg íþrótt og við erum ekki á sama stalli vegna reglnanna. Þú ert að tapa með fimmtán stigum þegar fimm mínútur eru eftir og þú átt möguleika á að gera leikinn spennandi. Þegar liðið þitt í handbolta er að tapa með tíu mörkum í handbolta er eina sem þú getur gert að fara úr höllinni og fara heim.“ Stenzel endaði svo viðtalið á léttu nótunum en hann nýtur lífsins í Dalmatiu í Króatíu.„Við erum með svo mörg vandamál og ég get ekki gert breytingar á þeim því ég er ekki í stjórninni. Ég er bara í Dalmatia svo eina sem ég get gert er að borða góðan fisk og drekka góð vín,“ sagði Stenzel léttur.
Handbolti Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira