Golf

Þórður Rafn fór holu í höggi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórður Rafn.
Þórður Rafn. Vísir/Daníel
Þórður Rafn Gissurason, GR, datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann fór holu í höggi á atvinnumannamóti í Þýskalandi.

Þórður Rafn er að spila á Preis Des Hardenberg mótinu en mótið er hluti af Pro Golf Tour. Hann spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum eða þremur undir pari og er í þriðja sætinu. Helmingurinn var þó enn að spila þegar þetta er skrifað.

Eins og fyrr segir datt Þórður Rafn í lukkupottinn, en hann fór holu í höggi í fyrsta skipti á sínum ferli. Holan var 135 metrar, en Þórður sló með sex járni og boltinn datt ofan í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×