Rory McIlroy kláraði dæmið í Dubai 1. febrúar 2015 13:30 Það var gaman að fylgjast með McIlroy um helgina. Getty Rory McIlroy sýndi og sannaði af hverju hann er besti kylfingur heims á Dubai Desert Classic sem kláraðist í dag en hann sigraði á mótinu með yfirburðum. Þetta er aðeins annað mótið sem McIlroy tekur þátt í á tímabilinu en hann lék hringina fjóra á Emirates vellinum á 22 höggum undir pari. Svíinn Alex Noren nældi sér í annað sætið á 19 undir pari eftir frábæran lokahring en sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, getur verið stoltur af titilvörninni eftir að hafa endað í þriðja sæti á 16 höggum undir pari. McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar um helgina en til að setja það í samhengi þá fékk hann aðeins tvo skolla á 72 holum og leiddi mótið nánast frá byrjun. Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 60 milljónir króna í sinn hlut. Golfveislu helgarinnar er þó hvergi nærri lokið en fyrir lokahringinn á Phoenix Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni leiðir skotinn Martin Laird með þremur höggum. Þar eru nokkur stór nöfn sem gætu gert atlögu að Laird á lokahringnum, meðal annars Bubba Watson, Zach Johnson og japanska ungstirnið Hideki Matsuyama. Beint útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy sýndi og sannaði af hverju hann er besti kylfingur heims á Dubai Desert Classic sem kláraðist í dag en hann sigraði á mótinu með yfirburðum. Þetta er aðeins annað mótið sem McIlroy tekur þátt í á tímabilinu en hann lék hringina fjóra á Emirates vellinum á 22 höggum undir pari. Svíinn Alex Noren nældi sér í annað sætið á 19 undir pari eftir frábæran lokahring en sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, getur verið stoltur af titilvörninni eftir að hafa endað í þriðja sæti á 16 höggum undir pari. McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar um helgina en til að setja það í samhengi þá fékk hann aðeins tvo skolla á 72 holum og leiddi mótið nánast frá byrjun. Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 60 milljónir króna í sinn hlut. Golfveislu helgarinnar er þó hvergi nærri lokið en fyrir lokahringinn á Phoenix Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni leiðir skotinn Martin Laird með þremur höggum. Þar eru nokkur stór nöfn sem gætu gert atlögu að Laird á lokahringnum, meðal annars Bubba Watson, Zach Johnson og japanska ungstirnið Hideki Matsuyama. Beint útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira