Menningarsetur múslima Karim Askari skrifar 9. desember 2010 06:00 Samkvæmt norrænni goðafræði varð fyrsta veran til í miðju Ginnungagaps og var það þursinn Ýmir. Tilurð hans má rekja til þess að frost Niflheims blandaðist eldum Múspelsheims. Síðar var jörðin og himinninn gerð úr holdi og beinum Ýmis. Heiðinn menningararfur Íslendinga hefur verið alþýðu manna og listamönnum óþrjótandi brunnur allt fram á okkar daga. Íslensk þjóð á sér líka kristinn menningararf og gott er að kunna skil á þessari sögu landsmanna þótt menn tileinki sér ekki endilega heiðinn sið eða kristna trú. Menning er miklu meira en trúarbrögð. Landnámsmenn og fyrstu afkomendur þeirra lifðu við trúfrelsi, enda var hluti þeirra heiðinn, annar hluti kristinn, enn aðrir blendnir í trúnni og sumir goðlausir. Við kristnitökuna var mönnum leyft að blóta á laun en trúfrelsi komst ekki aftur á fyrr en með tilkomu stjórnarskrárinnar árið 1874. Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun stjórnarskrárinnar og allir telja sjálfsagt að trúfrelsi verði þar ofarlega á blaði þar sem það telst nú með grundvallarmannréttindum. Margt hefur breyst á Íslandi síðan á 19. öld og hér má nú finna mörg og ólík trúfélög, eitt þeirra er Menningarsetur múslíma á Íslandi. Íslenskir málshættir segja að hverjum þyki sinn fugl fagur og að sæll sé hver í sinni trú. Við múslímar erum þar engin undantekning. Íslendingar vita hvað heiðnin og kristnin hefur djúpstæð áhrif á þjóðarsálina, hugmyndaheim, bókmenntir og listir en menning múslíma er þeim flestum framandi. Íslendingum sárnar þegar dregin er upp sú mynd af víkingum að þeir hafi verið menningarsnauðir ræningjar og ofstopamenn sem hafi farið víða um lönd með ránum og hernaði. Þeir vilja frekar hugsa til Völuspáar og Hávamála, siglingaafreka, landafunda, lagagerðar og verslunar forfeðranna. Að sama skapi vilja kristnir menn ekki kenna sig við krossferðirnar, rannsóknarréttinn eða nornabrennur. Íslenskir ásatrúarmenn sverja af sér kynþáttahatur sumra trúbræðra sinna í Bandaríkjunum og Evrópu nútímans og kristnir Íslendingar samsama sig ekki með trúbræðrum sínum í Bandaríkjunum sem vilja kenna sköpunarsögu Biblíunnar í stað þróunarkenningarinnar og myrða lækna er fást við fóstureyðingar. Íslenskir múslímar frábiðja sér á sama hátt að vera spyrtir við hryðjuverk og afturhald trúbræðra sinna erlendis. Menning er þroski mannlegra eiginleika, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf og sameiginlegur arfur. Múslímar búa að miklum, merkum og göfugum menningararfi, ekki síður en heiðnir menn og kristnir. Við eigum okkar merku bókmenntir, ljóðlist, myndlist, byggingarlist, heimspeki, vísindi, matargerð, siði, venjur o.s.frv. og margir Íslendingar hafa fengið örlitla innsýn í þann arf á ferðum sínum erlendis. Menningarsetri múslíma á Íslandi er ætlað að auðvelda félagsmönnum og landsmönnum öllum að fræðast um þennan arf hér á landi og njóta hans með okkur. Á næsta ári flyst starfsemin í Ýmishúsið svokallaða í Öskuhlíð og er það vel við hæfi að leiða saman ólíka strauma í húsi kenndu við Ými. Með rekstri menningarmiðstöðvar viljum við draga úr fordómum og stuðla að jákvæðum samskiptum múslíma og annarra Íslendinga. Við erum sannfærðir um að aukin þekking á Íslam verður landi og þjóð til framdráttar og að sama skapi viljum við auka þekkingu aðfluttra múslíma á Íslandi. Í setrinu er t.d. ætlunin að kenna aðfluttum múslímum íslensku, halda námskeið um lýðræðisskipulag og mannréttindi í Íslam og berjast gegn ofbeldi, kynþáttahatri og hryðjuverkum. Þar viljum við kenna aðfluttum íslensku og íslenskum arabísku. Við viljum sýna okkar bestu hliðar og leggja okkar af mörkum til að vernda unglinga gegn vá eiturlyfja, ofbeldis, glæpa og árásargirni. Fræðsla og upplýsingar eru farsælustu meðulin gegn fordómum og tortryggni. Íslendingar flestir vel sigldir, frjálslyndir og víðsýnir en þó eru nokkrir þeirra sem óttast hið óþekkta og vilja reisa varnarmúra umhverfis eigin heimsmynd. En múrar eru líka reistir til að halda öðrum úti og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við viljum byggja brýr, ekki múra, og hlökkum til gefandi samskipta við alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt norrænni goðafræði varð fyrsta veran til í miðju Ginnungagaps og var það þursinn Ýmir. Tilurð hans má rekja til þess að frost Niflheims blandaðist eldum Múspelsheims. Síðar var jörðin og himinninn gerð úr holdi og beinum Ýmis. Heiðinn menningararfur Íslendinga hefur verið alþýðu manna og listamönnum óþrjótandi brunnur allt fram á okkar daga. Íslensk þjóð á sér líka kristinn menningararf og gott er að kunna skil á þessari sögu landsmanna þótt menn tileinki sér ekki endilega heiðinn sið eða kristna trú. Menning er miklu meira en trúarbrögð. Landnámsmenn og fyrstu afkomendur þeirra lifðu við trúfrelsi, enda var hluti þeirra heiðinn, annar hluti kristinn, enn aðrir blendnir í trúnni og sumir goðlausir. Við kristnitökuna var mönnum leyft að blóta á laun en trúfrelsi komst ekki aftur á fyrr en með tilkomu stjórnarskrárinnar árið 1874. Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun stjórnarskrárinnar og allir telja sjálfsagt að trúfrelsi verði þar ofarlega á blaði þar sem það telst nú með grundvallarmannréttindum. Margt hefur breyst á Íslandi síðan á 19. öld og hér má nú finna mörg og ólík trúfélög, eitt þeirra er Menningarsetur múslíma á Íslandi. Íslenskir málshættir segja að hverjum þyki sinn fugl fagur og að sæll sé hver í sinni trú. Við múslímar erum þar engin undantekning. Íslendingar vita hvað heiðnin og kristnin hefur djúpstæð áhrif á þjóðarsálina, hugmyndaheim, bókmenntir og listir en menning múslíma er þeim flestum framandi. Íslendingum sárnar þegar dregin er upp sú mynd af víkingum að þeir hafi verið menningarsnauðir ræningjar og ofstopamenn sem hafi farið víða um lönd með ránum og hernaði. Þeir vilja frekar hugsa til Völuspáar og Hávamála, siglingaafreka, landafunda, lagagerðar og verslunar forfeðranna. Að sama skapi vilja kristnir menn ekki kenna sig við krossferðirnar, rannsóknarréttinn eða nornabrennur. Íslenskir ásatrúarmenn sverja af sér kynþáttahatur sumra trúbræðra sinna í Bandaríkjunum og Evrópu nútímans og kristnir Íslendingar samsama sig ekki með trúbræðrum sínum í Bandaríkjunum sem vilja kenna sköpunarsögu Biblíunnar í stað þróunarkenningarinnar og myrða lækna er fást við fóstureyðingar. Íslenskir múslímar frábiðja sér á sama hátt að vera spyrtir við hryðjuverk og afturhald trúbræðra sinna erlendis. Menning er þroski mannlegra eiginleika, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf og sameiginlegur arfur. Múslímar búa að miklum, merkum og göfugum menningararfi, ekki síður en heiðnir menn og kristnir. Við eigum okkar merku bókmenntir, ljóðlist, myndlist, byggingarlist, heimspeki, vísindi, matargerð, siði, venjur o.s.frv. og margir Íslendingar hafa fengið örlitla innsýn í þann arf á ferðum sínum erlendis. Menningarsetri múslíma á Íslandi er ætlað að auðvelda félagsmönnum og landsmönnum öllum að fræðast um þennan arf hér á landi og njóta hans með okkur. Á næsta ári flyst starfsemin í Ýmishúsið svokallaða í Öskuhlíð og er það vel við hæfi að leiða saman ólíka strauma í húsi kenndu við Ými. Með rekstri menningarmiðstöðvar viljum við draga úr fordómum og stuðla að jákvæðum samskiptum múslíma og annarra Íslendinga. Við erum sannfærðir um að aukin þekking á Íslam verður landi og þjóð til framdráttar og að sama skapi viljum við auka þekkingu aðfluttra múslíma á Íslandi. Í setrinu er t.d. ætlunin að kenna aðfluttum múslímum íslensku, halda námskeið um lýðræðisskipulag og mannréttindi í Íslam og berjast gegn ofbeldi, kynþáttahatri og hryðjuverkum. Þar viljum við kenna aðfluttum íslensku og íslenskum arabísku. Við viljum sýna okkar bestu hliðar og leggja okkar af mörkum til að vernda unglinga gegn vá eiturlyfja, ofbeldis, glæpa og árásargirni. Fræðsla og upplýsingar eru farsælustu meðulin gegn fordómum og tortryggni. Íslendingar flestir vel sigldir, frjálslyndir og víðsýnir en þó eru nokkrir þeirra sem óttast hið óþekkta og vilja reisa varnarmúra umhverfis eigin heimsmynd. En múrar eru líka reistir til að halda öðrum úti og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við viljum byggja brýr, ekki múra, og hlökkum til gefandi samskipta við alla landsmenn.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun