Jólaboð Ásdísar Ránar: Piparkökur, Playboy og vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 9. desember 2010 14:11 „Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
„Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira