Jólaboð Ásdísar Ránar: Piparkökur, Playboy og vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 9. desember 2010 14:11 „Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira