Jólaboð Ásdísar Ránar: Piparkökur, Playboy og vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 9. desember 2010 14:11 „Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira