Söndru voru settir afarkostir í landsliðsferð: „Missti fimmtán kíló á einu ári“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2020 19:15 Sandra sagði sínu sögu í Sportpakkanum í kvöld en hún varð meðal annars þrefaldur meistari með Val tímabilið 2018/2019. vísir/s2 Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. Sandra var í viðtali við Vísi í síðasta mánuði þar sem hún opnaði sig varðandi átröskun en það eru liðin sex ár síðan Sandra var greind með átröskun. „Þetta byrjaði sumarið áður en ég fór í 10. bekk þegar ég var fjórtán ára. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki kvenna í fótbolta og fékk að spila leiki með þeim. Þá kemur þessi íþróttametnaður að verða betri,“ sagði Sandra í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins og hélt áfram: „Þá byrjaði ég að borða hollara til þess að vera með meiri orku á æfingum sem endaði með því að minnka skammtana og eftir sumarið fór ég á vigtina. Ég var búin að léttast um sjö kíló yfir sumarið. Ég var bara: Vó. Þá hugsaði ég að þetta væri auðvelt sem fór svo út í öfgar.“ Sandra í leik gegn Fram í vetur.vísir/daníel þór „Ég var komin mjög langt inn í átröskunina. Þá er maður bara í svo ótrúlega óheilbrigðu sambandi við mat. Eins og með alla áhrifavalda, ég vil ekki tala illa um þá, en það er svo margt sem við erum að sjá á internetinu sem er svo óheilbrigt.“ Sandra var 45 kíló er hún var léttust en hún segir að á tímabili hafi hún misst fimmtán kíló. Hún æfði mikið, einfaldlega of mikið. „Í byrjun var ég svona 59-60 kíló. Ég var sterk og í góðu líkamlegu formi. Ég endaði í 45 kílóum einu ári seinna. Ég minnkaði matarskammtana og fer að æfa sjúklega mikið. Það er gott að æfa aukalega en það er viss lína.“ „Ég verð andlega mjög veik og mikið meira andlega en líkamlega veik þó að þetta taki einnig mjög mikið á líkamann. Ég var aldrei greind með þunglyndi en maður var frekar þungur á þessum tíma.“ Foreldrar Söndru tóku snemma eftir í hvað stefndi en Sandra fattaði það ekki. Sandra spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og í einni landsliðsferðinni dró til tíðinda. „Foreldrar mínir voru mjög fljótir að grípa inn í en ég fattaði það ekki fyrr en þrem árum seinna þegar ég loksins gaf mig og áttaði mig á því að ég væri að glíma við eitthvað alvarlegt. Ég held að það hafi verið í einni landsliðsferðinni sem við fórum í þegar mér var gefinn sá kostur að annað hvort þyngist ég eða hætti í landsliðinu.“ Allt viðtalið við Söndru má sjá hér að neðan en íþróttafólk og aðstandendur eru hvattir til þess að kynna sér einkenni átröskunar á vef ÍSÍ. Klippa: Sportpakkinn - Sandra Erlingsdóttir Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. Sandra var í viðtali við Vísi í síðasta mánuði þar sem hún opnaði sig varðandi átröskun en það eru liðin sex ár síðan Sandra var greind með átröskun. „Þetta byrjaði sumarið áður en ég fór í 10. bekk þegar ég var fjórtán ára. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki kvenna í fótbolta og fékk að spila leiki með þeim. Þá kemur þessi íþróttametnaður að verða betri,“ sagði Sandra í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins og hélt áfram: „Þá byrjaði ég að borða hollara til þess að vera með meiri orku á æfingum sem endaði með því að minnka skammtana og eftir sumarið fór ég á vigtina. Ég var búin að léttast um sjö kíló yfir sumarið. Ég var bara: Vó. Þá hugsaði ég að þetta væri auðvelt sem fór svo út í öfgar.“ Sandra í leik gegn Fram í vetur.vísir/daníel þór „Ég var komin mjög langt inn í átröskunina. Þá er maður bara í svo ótrúlega óheilbrigðu sambandi við mat. Eins og með alla áhrifavalda, ég vil ekki tala illa um þá, en það er svo margt sem við erum að sjá á internetinu sem er svo óheilbrigt.“ Sandra var 45 kíló er hún var léttust en hún segir að á tímabili hafi hún misst fimmtán kíló. Hún æfði mikið, einfaldlega of mikið. „Í byrjun var ég svona 59-60 kíló. Ég var sterk og í góðu líkamlegu formi. Ég endaði í 45 kílóum einu ári seinna. Ég minnkaði matarskammtana og fer að æfa sjúklega mikið. Það er gott að æfa aukalega en það er viss lína.“ „Ég verð andlega mjög veik og mikið meira andlega en líkamlega veik þó að þetta taki einnig mjög mikið á líkamann. Ég var aldrei greind með þunglyndi en maður var frekar þungur á þessum tíma.“ Foreldrar Söndru tóku snemma eftir í hvað stefndi en Sandra fattaði það ekki. Sandra spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og í einni landsliðsferðinni dró til tíðinda. „Foreldrar mínir voru mjög fljótir að grípa inn í en ég fattaði það ekki fyrr en þrem árum seinna þegar ég loksins gaf mig og áttaði mig á því að ég væri að glíma við eitthvað alvarlegt. Ég held að það hafi verið í einni landsliðsferðinni sem við fórum í þegar mér var gefinn sá kostur að annað hvort þyngist ég eða hætti í landsliðinu.“ Allt viðtalið við Söndru má sjá hér að neðan en íþróttafólk og aðstandendur eru hvattir til þess að kynna sér einkenni átröskunar á vef ÍSÍ. Klippa: Sportpakkinn - Sandra Erlingsdóttir
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira