Gunnar tekur við Haukum: „Stelpurnar oft verið flaggskipið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2020 18:45 Gunnar Gunnarsson er tekinn við liði Hauka í Olís-deild kvenna. vísir/eyþór Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna en þetta var tilkynnt í dag. Gunnar segist spenntur fyrir verkefninu sem framundan er í Hafnarfirði. Gunnar er afar reyndur þjálfari og fyrrum landsliðsmaður en hann lék yfir 70 landsleik fyrir Íslands hönd. Hann hefur bæði þjálfað hér heima og í Noregi en hann þjálfaði síðast lið Víkinga. Hann hætti þar í vor. Gunnar tekur við Haukum af Árna Stefáni Guðjónssyni sem hætti með liðið eftir leiktíðina sem blásin var af vegna kórónuveirunnar en Hafnfirðingurinn hafði stýrt liðinu í eitt tímabil. Gunnar segir spenntur fyrir komandi leiktíð á Ásvöllum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Haukar eru eitt af flottari félögum landsins. Þar er flott umgjörð og allt til staðar. Þetta er skemmtilegt og spennandi lið,“ sagði Gunnar. Guðrún Erla Bjarnadóttir, Saga Sif Gísladóttir og Alexandra Líf Arnarsdóttir hafa til að mynda yfirgefið Hauka eftir að tímabilinu lauk. Hann segir að Haukarnir hafi ekki verið að hugsa um það að leggja árar í bát. „Það held ég að Haukar myndu seint gera. Stelpurnar hafa oft verið flaggskipið hjá þeim og mikil hefð fyrir kvennabolta. Það held ég að það hafi aldrei komið til greina.“ „Fyrst og fremst erum við að horfa á leikmannahópinn eins og hann er núna. Við höfum ekkert sest niður. Þetta bar skjótt af þar sem ég fékk hringingu á fimmtudag og gengið frá þessu í dag.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan. Haukar voru í 5. sæti deildarinnar er hún var blásin af. Einnig fór liðið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins. Klippa: Sportpakkinn - Gunnar tekur við Haukum Olís-deild kvenna Sportpakkinn Hafnarfjörður Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna en þetta var tilkynnt í dag. Gunnar segist spenntur fyrir verkefninu sem framundan er í Hafnarfirði. Gunnar er afar reyndur þjálfari og fyrrum landsliðsmaður en hann lék yfir 70 landsleik fyrir Íslands hönd. Hann hefur bæði þjálfað hér heima og í Noregi en hann þjálfaði síðast lið Víkinga. Hann hætti þar í vor. Gunnar tekur við Haukum af Árna Stefáni Guðjónssyni sem hætti með liðið eftir leiktíðina sem blásin var af vegna kórónuveirunnar en Hafnfirðingurinn hafði stýrt liðinu í eitt tímabil. Gunnar segir spenntur fyrir komandi leiktíð á Ásvöllum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Haukar eru eitt af flottari félögum landsins. Þar er flott umgjörð og allt til staðar. Þetta er skemmtilegt og spennandi lið,“ sagði Gunnar. Guðrún Erla Bjarnadóttir, Saga Sif Gísladóttir og Alexandra Líf Arnarsdóttir hafa til að mynda yfirgefið Hauka eftir að tímabilinu lauk. Hann segir að Haukarnir hafi ekki verið að hugsa um það að leggja árar í bát. „Það held ég að Haukar myndu seint gera. Stelpurnar hafa oft verið flaggskipið hjá þeim og mikil hefð fyrir kvennabolta. Það held ég að það hafi aldrei komið til greina.“ „Fyrst og fremst erum við að horfa á leikmannahópinn eins og hann er núna. Við höfum ekkert sest niður. Þetta bar skjótt af þar sem ég fékk hringingu á fimmtudag og gengið frá þessu í dag.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan. Haukar voru í 5. sæti deildarinnar er hún var blásin af. Einnig fór liðið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins. Klippa: Sportpakkinn - Gunnar tekur við Haukum
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Hafnarfjörður Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira