Lán fyrir geðfatlaða verða felld niður BBI skrifar 16. október 2012 14:50 Lánveitingum smálánafyrirtækja til ungs fólks undir 20 ára aldri verður hætt þegar í stað. Auk þess verður lokað á lán til geðfatlaðra einstaklinga. Þetta var ákveðið í gær á fundi Útlána, regnhlífarsamtaka smálánafyrirtækja. Það eru smálánafyrirtækin 1909 ehf., Hraðpeningar ehf., Kredia ehf. og Smálán ehf. sem munu breyta starfsemi sinni samkvæmt þessari ákvörðun. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um ágæti smálánastarfseminnar að undanförnu en nú ríða fyrirtækin á vaðið og bæta starfsemi sína. „Við höfum fengið ábendingar um að einhverjir af lánþegum aðildarfyrirtækjanna kunni að vera einstaklingar sem eiga við andlega erfiðleika að stríða," sagði Haukur Örn Birgisson hrl., lögmaður Útlána, og útskýrir að fyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að greiða úr vandamálum þessa hóps. „Því stendur þeim eða aðstandendum þeirra til boða að setja sig í samband við sinn lánveitanda og sækja um fulla niðurfellingu höfuðstóls, áfallins kostnaðar og vaxta." Lágmarksaldur lánþega verður einnig hækkaður og nú verður fólk að vera orðið 20 ára til að fá lán. „Því miður er það svo að yngstu lántakendurnir okkar hafa verið þeir einstaklingar sem hafa verið líklegastir til þess að lenda í vandræðum síðar meir," sagði Haukur Örn. „Aðildarfélög Útlána vilja því leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir að veganesti þessa hóps út í lífið séu fjárhagsvandræði." Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardaginn að fjárhagsstaða margra sjúklinga, sem leggjast inn á geðdeild Landspítalans að Kleppi, er þannig að þeir hafa ekki nokkurt efni á útborgun í sína eigin íbúð eða getu til að borga leigu. Þá er mikið um að sjúklingar taki smálán og er það orðið alvarlegt vandamál innan spítalans, þar sem töluvert er um að sjúklingar sem leggist inn séu með miklar smálánaskuldir á bakinu. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Lánveitingum smálánafyrirtækja til ungs fólks undir 20 ára aldri verður hætt þegar í stað. Auk þess verður lokað á lán til geðfatlaðra einstaklinga. Þetta var ákveðið í gær á fundi Útlána, regnhlífarsamtaka smálánafyrirtækja. Það eru smálánafyrirtækin 1909 ehf., Hraðpeningar ehf., Kredia ehf. og Smálán ehf. sem munu breyta starfsemi sinni samkvæmt þessari ákvörðun. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um ágæti smálánastarfseminnar að undanförnu en nú ríða fyrirtækin á vaðið og bæta starfsemi sína. „Við höfum fengið ábendingar um að einhverjir af lánþegum aðildarfyrirtækjanna kunni að vera einstaklingar sem eiga við andlega erfiðleika að stríða," sagði Haukur Örn Birgisson hrl., lögmaður Útlána, og útskýrir að fyrirtækin vilji leggja sitt af mörkum til að greiða úr vandamálum þessa hóps. „Því stendur þeim eða aðstandendum þeirra til boða að setja sig í samband við sinn lánveitanda og sækja um fulla niðurfellingu höfuðstóls, áfallins kostnaðar og vaxta." Lágmarksaldur lánþega verður einnig hækkaður og nú verður fólk að vera orðið 20 ára til að fá lán. „Því miður er það svo að yngstu lántakendurnir okkar hafa verið þeir einstaklingar sem hafa verið líklegastir til þess að lenda í vandræðum síðar meir," sagði Haukur Örn. „Aðildarfélög Útlána vilja því leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir að veganesti þessa hóps út í lífið séu fjárhagsvandræði." Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardaginn að fjárhagsstaða margra sjúklinga, sem leggjast inn á geðdeild Landspítalans að Kleppi, er þannig að þeir hafa ekki nokkurt efni á útborgun í sína eigin íbúð eða getu til að borga leigu. Þá er mikið um að sjúklingar taki smálán og er það orðið alvarlegt vandamál innan spítalans, þar sem töluvert er um að sjúklingar sem leggist inn séu með miklar smálánaskuldir á bakinu.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira