Persónuupplýsingar seldar fyrirtækjum Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2016 07:00 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir von á nýjum lögum varðandi persónuvernd í Evrópu. Réttur einstaklinga verði betur tryggður. Fréttablaðið/Vilhelm „Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar einstaklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barnum? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólöglegt því notendur samþykki eftirlitið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild samkvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðandanum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sá á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja löggjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi einstaklinga.“ Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
„Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar einstaklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barnum? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólöglegt því notendur samþykki eftirlitið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild samkvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðandanum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sá á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja löggjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi einstaklinga.“
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira