Innlent

418 börn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu í skólum borgarinnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flest börn sem bíða eftir sérfræðiþjónustu eru á aldrinum 6 til 8 ára, eða alls 146 talsins.
Flest börn sem bíða eftir sérfræðiþjónustu eru á aldrinum 6 til 8 ára, eða alls 146 talsins. vísir/vilhelm
Alls eru 418 börn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu í skólum Reykjavíkurborgar en á listanum eru þau börn sem hafa ekki hlotið neina þjónustu, það er hvorki skimun né annað.

Á listann vantar því börn sem bíða eftir einhverjum þeim þjónustuþáttum sem sótt hefur um fyrir þau í kjölfar skimunar eða ráðgjafar en velferðarsvið borgarinnar vinnur að nánari greiningu á biðlistanum.

Skipting barna sem eru á biðlistanum eftir kyni og aldri.mynd/reykjavíkurborg
Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundi borgarráðs í gær en þar var lagt fram minnisblað velferðarsviðs varðandi biðlistann. Flest börn sem bíða eftir sérfræðiþjónustu eru á aldrinum 6 til 8 ára, eða alls 146 talsins.

96 börn á aldrinum 0 til 5 ára bíða eftir þjónustu og 99 börn á aldrinum 9 til 12 ára. Fæst börn sem bíða eftir þjónustu eru 13 ára eða aldri, eða alls 77. Í öllum aldurshópum bíða fleiri drengir en stúlkur eftir því að komast í sérfræðiþjónustu í skólunum.

Skipting barna sem eru á biðlistanum eftir þjónustumiðstöð.mynd/reykjavíkurborg
Flestum börnum á biðlistanum var vísað í sérfræðiþjónustu vegna einbeitingarerfiðleika, eða alls 139 krökkum. Næstflestum, eða 83, var vísað í sérfræðiþjónustu vegna málþroskavanda. Þar af eru elleftu börn með erlent ríkisfang en af þeim 418 sem eru á biðlistanum eru 32 erlendir ríkisborgarar.

Flest börnin hafa verið á biðlistanum í 7 til 12 mánuði, samtals 95, en alls níu börn hafa verið á listanum í meira en tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×