Innlent

Allt morandi í hvölum fyrir utan Reykjanes

Bjarki Ármannsson skrifar
Óvenju margir hnúfubakar eru nú samankomnir fyrir utan Reykjanesið en mikið af loðnu er þar á svæðinu.
Óvenju margir hnúfubakar eru nú samankomnir fyrir utan Reykjanesið en mikið af loðnu er þar á svæðinu. Mynd/Elding
Óvenju margir hnúfubakar eru nú samankomnir fyrir utan Reykjanesið en mikið af loðnu er þar á svæðinu. Sveinn Guðmundsson hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu segist ekki muna eftir öðrum eins fjölda á sínum sjö árum hjá fyrirtækinu.

„Nú var í ferð hjá okkur í fyrradag hópur starfsfólks frá Eldingu og ég held að þeir hafi hætt að telja í hundrað hvölum,“ segir Sveinn. „Þannig að þetta er bara algjör veisla fyrir okkur og alla ferðamennina.“

Fyrirtækið mun halda áfram að sigla út frá Reykjanesi á meðan hvalirnir halda sig þar. Hnúfubakarnir elta loðnuna og segist Sveinn vonast til þess að hún haldi sig sem lengst við Reykjanesið eða færi sig jafnvel inn í Faxaflóann.

„Það hefur gerst, og gerðist fyrir nokkrum árum,“ segir hann. „Þá héldu þeir sig úti við Hafnarfjörðinn einhverjar vikur.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á milli Grindavíkur og Sandgerðis í vikunni en þar sjást hvalirnir nokkuð greinilega leika listir sínar.

Mynd/Elding
Mynd/Elding
Mynd/Elding
Mynd/Elding
Mynd/Elding
Mynd/Elding
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×