Innlent

Bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra hækka

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingarmálaáðherra.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingarmálaáðherra.
Fjárhæðir styrkja og uppbóta vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðs fólks hækka um 20% og ýmis skilyrði fyrir styrkjum verða rýmkuð samkvæmt nýrri reglugerð sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti fyrir fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands og Sjálfsbjargar á fundi í gær.

Fram kemur á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins að styrkir og bætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða hafa ekki hækkað síðastliðin 9 ár.

Ásta Ragnheiður segir að hækkun hafi verið löngu tímabær og eins hafi verið bráðnauðsynlegt að rýmka reglur um styrki og bætur og færa kerfið nær þörfum notendanna eins og nú er gert. ,,Vissulega hefði verið æskilegt að hækka bætur og styrki meira en eins og aðstæður eru nú í samfélaginu var það ekki mögulegt."

Fjárhæðir uppbóta vegna kaupa á bifreiðum hækka um 20% og sömuleiðis fjárhæðir styrkja til bifreiðakaupa. Fjárhæð uppbótar til bifreiðakaupa er nú 300.000 krónur og ef um er að ræða fyrstu bifreið er fjárhæðin 600.000 krónur. Styrkja til bifreiðakaupa til þeirra sem eru verulega hreyfihamlaðir hækka úr 1 milljón í 1,2 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×