Í pössun til heilbrigðisráðherra 6. október 2004 00:01 Reykingabann á veitingastöðum - Hafsteinn Þór Hauksson formaður SUS Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hyggst leggja fram frumvarp er bannar allar reykingar á veitingastöðum. Nú vill svo til að ég hef blessunarlega aldrei fiktað við sígarettureykingar og hef því ekki áhyggjur af því hvar ég fái að kveikja í rettunni. En ég lít svo á að ég hafi engu að síður mikilvægari hagsmuna að gæta í málinu. Þeir hagsmunir felast í því að taka ákvarðanir um mitt eigið líf sjálfur. Stjórnmálamenn sem alltaf vilja hafa vit fyrir fólki, alltaf stjórna því hvað aðrir eru að gera, fara alveg óskaplega í taugarnar á mér. Af hverju má eigandi veitingahúss ekki leyfa reykingar inni á staðnum sínum? Er einhver neyddur til þess að eiga við hann viðskipti eða sækja um vinnu hjá honum? Augljóslega ekki. Hvert er þá vandamálið? Ef fólk vill heldur borða á reyklausum veitingastað blasir við að staður sem framfylgir slíku banni af sjálfsdáðum mun laða til sín viðskiptavini. Franski heimspekingurinn Alexis de Toqueville lýsti einu sinni áhugaverðu afbrigði af ofríki. Hann sagði að ofríki ríkisvaldsins þyrfti ekki að felast í pyntingum og illverkum í garð þegnanna. Það væri til önnur tegund af ofríki, þar sem stjórnvöld kæmu fram við þegnana eins og lítil börn, óvita. Um slíkt ríki sagði Toqueville: "Því mætti líkja við foreldravaldið, hefði það þann tilgang að búa menn undir fullorðinsárin, en það hefur annan tilgang og ólíkan, að koma í veg fyrir, að menn fullorðnist... Það verndar menn, áætlar þarfir þeirra og sinnir þeim, auðveldar þeim að láta sér líða vel, ræður helstu áhugamálum þeirra, stjórnar framleiðslu, úthlutar eignum og skiptir með þeim arfi. Hvað er eftir annað en að taka af fólkinu ómakið við að hugsa og lifa?" Ég frábið mér það að fara í pössun til heilbrigðisráðherra. Ég veit að það er óhollt að reykja, borða feitan mat og fara með blautt hárið út í bítandi frost. En ég verð að fá að taka slíkar ákvarðanir sjálfur, án hjálpar Jóns Kristjánssonar. Ég tel mig raunar eiga heimtingu á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Reykingabann á veitingastöðum - Hafsteinn Þór Hauksson formaður SUS Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hyggst leggja fram frumvarp er bannar allar reykingar á veitingastöðum. Nú vill svo til að ég hef blessunarlega aldrei fiktað við sígarettureykingar og hef því ekki áhyggjur af því hvar ég fái að kveikja í rettunni. En ég lít svo á að ég hafi engu að síður mikilvægari hagsmuna að gæta í málinu. Þeir hagsmunir felast í því að taka ákvarðanir um mitt eigið líf sjálfur. Stjórnmálamenn sem alltaf vilja hafa vit fyrir fólki, alltaf stjórna því hvað aðrir eru að gera, fara alveg óskaplega í taugarnar á mér. Af hverju má eigandi veitingahúss ekki leyfa reykingar inni á staðnum sínum? Er einhver neyddur til þess að eiga við hann viðskipti eða sækja um vinnu hjá honum? Augljóslega ekki. Hvert er þá vandamálið? Ef fólk vill heldur borða á reyklausum veitingastað blasir við að staður sem framfylgir slíku banni af sjálfsdáðum mun laða til sín viðskiptavini. Franski heimspekingurinn Alexis de Toqueville lýsti einu sinni áhugaverðu afbrigði af ofríki. Hann sagði að ofríki ríkisvaldsins þyrfti ekki að felast í pyntingum og illverkum í garð þegnanna. Það væri til önnur tegund af ofríki, þar sem stjórnvöld kæmu fram við þegnana eins og lítil börn, óvita. Um slíkt ríki sagði Toqueville: "Því mætti líkja við foreldravaldið, hefði það þann tilgang að búa menn undir fullorðinsárin, en það hefur annan tilgang og ólíkan, að koma í veg fyrir, að menn fullorðnist... Það verndar menn, áætlar þarfir þeirra og sinnir þeim, auðveldar þeim að láta sér líða vel, ræður helstu áhugamálum þeirra, stjórnar framleiðslu, úthlutar eignum og skiptir með þeim arfi. Hvað er eftir annað en að taka af fólkinu ómakið við að hugsa og lifa?" Ég frábið mér það að fara í pössun til heilbrigðisráðherra. Ég veit að það er óhollt að reykja, borða feitan mat og fara með blautt hárið út í bítandi frost. En ég verð að fá að taka slíkar ákvarðanir sjálfur, án hjálpar Jóns Kristjánssonar. Ég tel mig raunar eiga heimtingu á því.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun