Í pössun til heilbrigðisráðherra 6. október 2004 00:01 Reykingabann á veitingastöðum - Hafsteinn Þór Hauksson formaður SUS Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hyggst leggja fram frumvarp er bannar allar reykingar á veitingastöðum. Nú vill svo til að ég hef blessunarlega aldrei fiktað við sígarettureykingar og hef því ekki áhyggjur af því hvar ég fái að kveikja í rettunni. En ég lít svo á að ég hafi engu að síður mikilvægari hagsmuna að gæta í málinu. Þeir hagsmunir felast í því að taka ákvarðanir um mitt eigið líf sjálfur. Stjórnmálamenn sem alltaf vilja hafa vit fyrir fólki, alltaf stjórna því hvað aðrir eru að gera, fara alveg óskaplega í taugarnar á mér. Af hverju má eigandi veitingahúss ekki leyfa reykingar inni á staðnum sínum? Er einhver neyddur til þess að eiga við hann viðskipti eða sækja um vinnu hjá honum? Augljóslega ekki. Hvert er þá vandamálið? Ef fólk vill heldur borða á reyklausum veitingastað blasir við að staður sem framfylgir slíku banni af sjálfsdáðum mun laða til sín viðskiptavini. Franski heimspekingurinn Alexis de Toqueville lýsti einu sinni áhugaverðu afbrigði af ofríki. Hann sagði að ofríki ríkisvaldsins þyrfti ekki að felast í pyntingum og illverkum í garð þegnanna. Það væri til önnur tegund af ofríki, þar sem stjórnvöld kæmu fram við þegnana eins og lítil börn, óvita. Um slíkt ríki sagði Toqueville: "Því mætti líkja við foreldravaldið, hefði það þann tilgang að búa menn undir fullorðinsárin, en það hefur annan tilgang og ólíkan, að koma í veg fyrir, að menn fullorðnist... Það verndar menn, áætlar þarfir þeirra og sinnir þeim, auðveldar þeim að láta sér líða vel, ræður helstu áhugamálum þeirra, stjórnar framleiðslu, úthlutar eignum og skiptir með þeim arfi. Hvað er eftir annað en að taka af fólkinu ómakið við að hugsa og lifa?" Ég frábið mér það að fara í pössun til heilbrigðisráðherra. Ég veit að það er óhollt að reykja, borða feitan mat og fara með blautt hárið út í bítandi frost. En ég verð að fá að taka slíkar ákvarðanir sjálfur, án hjálpar Jóns Kristjánssonar. Ég tel mig raunar eiga heimtingu á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Reykingabann á veitingastöðum - Hafsteinn Þór Hauksson formaður SUS Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hyggst leggja fram frumvarp er bannar allar reykingar á veitingastöðum. Nú vill svo til að ég hef blessunarlega aldrei fiktað við sígarettureykingar og hef því ekki áhyggjur af því hvar ég fái að kveikja í rettunni. En ég lít svo á að ég hafi engu að síður mikilvægari hagsmuna að gæta í málinu. Þeir hagsmunir felast í því að taka ákvarðanir um mitt eigið líf sjálfur. Stjórnmálamenn sem alltaf vilja hafa vit fyrir fólki, alltaf stjórna því hvað aðrir eru að gera, fara alveg óskaplega í taugarnar á mér. Af hverju má eigandi veitingahúss ekki leyfa reykingar inni á staðnum sínum? Er einhver neyddur til þess að eiga við hann viðskipti eða sækja um vinnu hjá honum? Augljóslega ekki. Hvert er þá vandamálið? Ef fólk vill heldur borða á reyklausum veitingastað blasir við að staður sem framfylgir slíku banni af sjálfsdáðum mun laða til sín viðskiptavini. Franski heimspekingurinn Alexis de Toqueville lýsti einu sinni áhugaverðu afbrigði af ofríki. Hann sagði að ofríki ríkisvaldsins þyrfti ekki að felast í pyntingum og illverkum í garð þegnanna. Það væri til önnur tegund af ofríki, þar sem stjórnvöld kæmu fram við þegnana eins og lítil börn, óvita. Um slíkt ríki sagði Toqueville: "Því mætti líkja við foreldravaldið, hefði það þann tilgang að búa menn undir fullorðinsárin, en það hefur annan tilgang og ólíkan, að koma í veg fyrir, að menn fullorðnist... Það verndar menn, áætlar þarfir þeirra og sinnir þeim, auðveldar þeim að láta sér líða vel, ræður helstu áhugamálum þeirra, stjórnar framleiðslu, úthlutar eignum og skiptir með þeim arfi. Hvað er eftir annað en að taka af fólkinu ómakið við að hugsa og lifa?" Ég frábið mér það að fara í pössun til heilbrigðisráðherra. Ég veit að það er óhollt að reykja, borða feitan mat og fara með blautt hárið út í bítandi frost. En ég verð að fá að taka slíkar ákvarðanir sjálfur, án hjálpar Jóns Kristjánssonar. Ég tel mig raunar eiga heimtingu á því.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar