Viðskipti innlent

Þrjú tæknifyrirtæki í samstarf

svavar hávarðsson skrifar
Nýlega keypti HB Grandi tæknibúnað frá félögunum í ný skip félagsins.
Nýlega keypti HB Grandi tæknibúnað frá félögunum í ný skip félagsins. fréttablaðið/valli
Tæknifyrirtækin Skaginn og Þorgeir & Ellert á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem taka mun yfir markaðs-, sölu- og þjónustustarf félaganna hérlendis og erlendis. Áætlað er að það taki til starfa á næstu vikum.

Starfsemi hins nýja félags verður á áðurnefndum stöðum sem og í Sjávarklasanum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að starfsmenn þess verði brátt 20 að tölu.

Fyrirtækin framleiða tækni- og vinnslulausnir fyrir matvælaiðnaðinn. Fyrirtækin hafa á undanförnum misserum gert stóra framleiðslusamninga sem rutt hafa nýjungum og tækniframförum í sjávarútvegi braut.

Með stofnun nýs sölu- og þjónustufélags er verið að bregðast við sívaxandi spurn eftir framleiðsluvörum fyrirtækjanna og nýta tækifæri til vaxtar, að sögn forsvarsmanna en framvegis verða allar framleiðsluvörur fyrirtækjanna kynntar á einum stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×