Bloggar um 52 bækur á einu ári 11. janúar 2013 10:00 Trausti Þorgeirsson ætlar að lesa 52 bækur á árinu og skrifa um þær allar. fréttablaðið/anton Kennarinn Trausti Þorgeirsson setti sér óvenjulegt áramótaheit fyrir árið 2013. Framhaldsskólakennarinn Trausti Þorgeirsson ætlar að lesa 52 bækur árið 2013 og skrifa stuttlega um hverja og eina þeirra á bloggsíðu sinni. Fyrir um ári síðan byrjaði Trausti að skrifa niður í bók hvaða skáldsögur hann væri að lesa en það datt fljótlega upp fyrir. „Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég væri farinn að gleyma hvaða bækur ég hefði lesið og fannst mikilvægt að skrá þetta niður,“ segir hann. „Svo var ég að horfa á bíómynd á Rúv um jólin, Julie & Julia. Þar er stúlka sem setur sér það markmið að elda 365 mataruppskriftir upp úr matreiðslubók og blogga um reynsluna. Mér datt í hug að yfirfæra þessa hugmynd á bókalestur og nota bloggið til að aga mig við skriftirnar,“ segir Trausti, sem kennir stærðfræði og tölvunarfræði við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hefur alla tíð verið mikill bókaormur og vill með athæfinu hvetja nemendur sína til að lesa meira í frístundum sínum. „Ég las í Wall Street Journal að George W. Bush [fyrrum Bandaríkjaforseti] hefði lesið 95 bækur árið 2006 þegar hann var leiðtogi hins frjálsa heims. Hann hafði nóg að gera en samt gat hann lesið næstum því hundrað bækur. Ég heyri stundum frá nemendum að þeir hafi ekki tíma til að lesa annað en kennslubækurnar. Mér finnst þetta svo léleg afsökun og þess vegna lít ég á þetta sem hvatningu fyrir nemendur mína. Þeir þurfa að vera tilbúnir til að lesa meira og hafa gaman af því,“ segir hann. Hugleiðingar Trausta um bækurnar má finna á slóðinni http://52baekur.blogspot.com. -fb Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
Kennarinn Trausti Þorgeirsson setti sér óvenjulegt áramótaheit fyrir árið 2013. Framhaldsskólakennarinn Trausti Þorgeirsson ætlar að lesa 52 bækur árið 2013 og skrifa stuttlega um hverja og eina þeirra á bloggsíðu sinni. Fyrir um ári síðan byrjaði Trausti að skrifa niður í bók hvaða skáldsögur hann væri að lesa en það datt fljótlega upp fyrir. „Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég væri farinn að gleyma hvaða bækur ég hefði lesið og fannst mikilvægt að skrá þetta niður,“ segir hann. „Svo var ég að horfa á bíómynd á Rúv um jólin, Julie & Julia. Þar er stúlka sem setur sér það markmið að elda 365 mataruppskriftir upp úr matreiðslubók og blogga um reynsluna. Mér datt í hug að yfirfæra þessa hugmynd á bókalestur og nota bloggið til að aga mig við skriftirnar,“ segir Trausti, sem kennir stærðfræði og tölvunarfræði við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hefur alla tíð verið mikill bókaormur og vill með athæfinu hvetja nemendur sína til að lesa meira í frístundum sínum. „Ég las í Wall Street Journal að George W. Bush [fyrrum Bandaríkjaforseti] hefði lesið 95 bækur árið 2006 þegar hann var leiðtogi hins frjálsa heims. Hann hafði nóg að gera en samt gat hann lesið næstum því hundrað bækur. Ég heyri stundum frá nemendum að þeir hafi ekki tíma til að lesa annað en kennslubækurnar. Mér finnst þetta svo léleg afsökun og þess vegna lít ég á þetta sem hvatningu fyrir nemendur mína. Þeir þurfa að vera tilbúnir til að lesa meira og hafa gaman af því,“ segir hann. Hugleiðingar Trausta um bækurnar má finna á slóðinni http://52baekur.blogspot.com. -fb
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira