Erlent

Pútín mætir ekki á G8 fundinn

Mynd/AP
Vladimir Putin, sem aftur er kominn á forsetastól í Kreml, ætlar ekki að mæta á G8 fundinn síðar í þessum mánuði þar sem helstu leiðtogar heimsins hittast og ráða ráðum sínum. Pútin hefur tilkynnt Obama bandaríkjaforseta þessa ákvörðun sína en hann segist eiga of annríkt þar sem hann sé að leggja ráðherrakapalinn í ríkisstjórn Rússlands.

Hann ætlar hinsvegar að senda í sinn stað samstarfsmann sinn Dimítrí Medvédev sem hefur undanfarin ár gegnt forsetaembættinu og hefur nú tekið við af Pútin sem forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×