Óviðunandi munur á mati stofnana 4. október 2005 00:01 Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu. Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa nýlega birt efnahagsspár sínar. Seðlabankinn með útgáfu Peningamála nú í lok september. Fjármálaráðuneytið með þjóðhagsspá sem gefin er út í tengslum við fjárlagafrumvarpið. Þar kveður við mismunandi tón. Fjármálaráðuneytið hefur ekki trú á því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist fyrr en árið 2009 samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Að sama skapi telur Seðlabankinn mun meiri framleiðsluspennu, sem er mælikvarði á undirliggjandi verðbólguþrýsting, heldur en fjármálaráðuneytið. Telja sérfræðingar ráðuneytisins að spennan sé ívið minni en í kringum aldamótin síðustu meðan Seðlabankinn segir að hún sé í sögulegu hámarki og hafi ekki verið meiri frá lokum níunda áratugarins, gangi spáin eftir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir um aðferðarfræðimun að ræða sem hafi verið á milli stofnananna í dálítinn tíma. Hann hafi þó aldrei komið eins skýrt fram og nú. Edda segi í raun óásættanlegt að þessir tveir hagstjórnendur, ríkið og Seðlabankinn, skuli fá svo ólíka niðurstöðu sem valdi því að menn geti talað í kross. Einhverjum gæti dottið í hug að fjármálaráðuneytið væri að reyna að fegra myndina og eins að verðbólgumarkmið Seðlabankans sé óraunhæft. Edda Rós segist ekki vilja taka undir neitt slíkt. Hins vegar virki væntingar um verðbólgu hvetjandi á verðbólgu og þess vegna torveldi það hagstjórn að þessir aðilar vinni ekki saman. Ef ríkisstjórnin hafi ekki trú á því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist komi það til með að hafa áhrif á launakröfur sem og verðlagningu í verslunum. Þegar menn geri áætlanir fram í tímann horfi þeir gjarnan á slíkar spár. Edda Rós segir enn fremur að ef hún væri að gera kröfu um laun myndi hún krefjast að minnsta kosti hækkunar sem nemur veerðbólgunni. Henni þyki annað ólíklegt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu. Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa nýlega birt efnahagsspár sínar. Seðlabankinn með útgáfu Peningamála nú í lok september. Fjármálaráðuneytið með þjóðhagsspá sem gefin er út í tengslum við fjárlagafrumvarpið. Þar kveður við mismunandi tón. Fjármálaráðuneytið hefur ekki trú á því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist fyrr en árið 2009 samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Að sama skapi telur Seðlabankinn mun meiri framleiðsluspennu, sem er mælikvarði á undirliggjandi verðbólguþrýsting, heldur en fjármálaráðuneytið. Telja sérfræðingar ráðuneytisins að spennan sé ívið minni en í kringum aldamótin síðustu meðan Seðlabankinn segir að hún sé í sögulegu hámarki og hafi ekki verið meiri frá lokum níunda áratugarins, gangi spáin eftir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir um aðferðarfræðimun að ræða sem hafi verið á milli stofnananna í dálítinn tíma. Hann hafi þó aldrei komið eins skýrt fram og nú. Edda segi í raun óásættanlegt að þessir tveir hagstjórnendur, ríkið og Seðlabankinn, skuli fá svo ólíka niðurstöðu sem valdi því að menn geti talað í kross. Einhverjum gæti dottið í hug að fjármálaráðuneytið væri að reyna að fegra myndina og eins að verðbólgumarkmið Seðlabankans sé óraunhæft. Edda Rós segist ekki vilja taka undir neitt slíkt. Hins vegar virki væntingar um verðbólgu hvetjandi á verðbólgu og þess vegna torveldi það hagstjórn að þessir aðilar vinni ekki saman. Ef ríkisstjórnin hafi ekki trú á því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist komi það til með að hafa áhrif á launakröfur sem og verðlagningu í verslunum. Þegar menn geri áætlanir fram í tímann horfi þeir gjarnan á slíkar spár. Edda Rós segir enn fremur að ef hún væri að gera kröfu um laun myndi hún krefjast að minnsta kosti hækkunar sem nemur veerðbólgunni. Henni þyki annað ólíklegt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira