Innlent

Hinsegin flóttafólk til landsins

Valur Grettisson skrifar
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hleypa flóttamönnunum til landsins.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hleypa flóttamönnunum til landsins. Fréttablaðið/Stefán
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að taka á móti konum í hættu frá Afganistan og hinsegin fólki frá Íran eða Afganistan, samtals tíu til fjórtán einstaklingum í tveimur hópum.

Að því er segir á vef velferðarráðuneytisins hafa íslensk stjórnvöld undanfarið horft sérstaklega til kvenna í neyð við móttöku flóttafólks, með áherslu á einstæðar mæður. Þar segir einnig að hinsegin fólk sé viðkvæmur hópur flóttafólks sem sæti ofsóknum í heimalöndum sínum.

Í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar munu flóttamannanefnd og Útlendingastofnun vinna að framkvæmd málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×