Deilt um úthlutun við Glimmerskarð Valur Grettisson skrifar 11. september 2013 07:00 Fimm lóðir standa til boða, meðal annars við Glimmerskarð. Mynd/Vilhelm Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í síðustu viku að bjóða út fimm lóðir í Skarðshlíð. Gangi útboðið eftir má búast við því að byggð fyrir um tvö þúsund Hafnfirðinga rísi á svæðinu. Ein þeirra gatna sem fengið hafa nafn í Skarðshlíð heitir Glimmerskarð.Valdimar SvavarssonOddviti Sjálfstæðismanna, Valdimar Svavarsson, gagnrýnir úthlutunina harðlega og segist hafa efasemdir um það hvort hún sé hagkvæm, sérstaklega vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og aðstæðna á byggingarmarkaði. Þá eru allar lóðir bæjarins veðsettar og því ljóst að 90 prósent af andvirði lóðanna rennur til Depfa-bankans við sölu þeirra. „Það sem við höfum viljað gera er að byggja upp á lóðum sem nú þegar eru til staðar, meðal annars á Norðurbakkanum og einnig uppi á Holtinu,“ segir Valdimar. Að sögn Valdimars er rými fyrir sex hundruð íbúðir sem eru óbyggðar eða eru í byggingu. Hann bendir einnig á að kostnaður við uppbyggingu í kringum lóðaúthlutunina í Skarðshlíð, sem bærinn stendur straum af, sé áætlaður tveir milljarðar. Valdimar bætir við að efnahagsumhverfið sé þannig að það er alveg óvíst um áhuga á lóðunum. „Nokkrar lóðir voru auglýstar fyrir skömmu til úthlutunar og það var enginn áhugi á þeim,“ segir hann.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að veðsetning á lóðunum hafi verið ljós frá upphafi. Hún áréttar að með sölu á lóðunum er veðsetningu á þeim aflétt. Aðspurð um áhugaleysi á lóðaúthlutunum í bænum svarar Guðrún Ágústa: „Það var vitað að það voru erfiðar lóðir til úthlutunar.“ Hún bendir svo á, máli sínu til stuðnings, að mikil umferð hafi verið á vef bæjarins um helgina þegar úthlutanirnar voru kynntar. „Um 1.500 manns skoðuðu þessar síður þannig að áhuginn er einhver,“ segir hún. Aðspurð hvort fjárhagsstaða bæjarins sé ekki heldur þröng fyrir þessar framkvæmdir og hvort standi til að taka lán fyrir þeim svarar Guðrún Ágústa: „Við gerum ekki endilega ráð fyrir lántöku vegna framkvæmda þarna en það er umræða sem á eftir að taka.“ Guðrún Ágústa blæs alfarið á áhyggjur Sjálfstæðismanna. „Þetta er bara „win-win situation“,“ segir hún að lokum og bætir við að þetta sé rökrétt framhald vaxandi bæjarfélags sem er nú með 27 þúsund íbúa.Athugasemd: Hafnarfjarðarbær vill koma því á framfæri að lóðirnar séu ekki útboðslóðir, heldur lausnar til umsóknar á föstu verði. Um sé að ræða 56 einbýlishúsalóðir, tvö parhús, ellefu raðhúsalóðir og sjö fjöleignarhús. Byggðin muni í heild rúma um 2.000 íbúa en nú sé einungis um fjórðungur lóðanna laus til umsóknar. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í síðustu viku að bjóða út fimm lóðir í Skarðshlíð. Gangi útboðið eftir má búast við því að byggð fyrir um tvö þúsund Hafnfirðinga rísi á svæðinu. Ein þeirra gatna sem fengið hafa nafn í Skarðshlíð heitir Glimmerskarð.Valdimar SvavarssonOddviti Sjálfstæðismanna, Valdimar Svavarsson, gagnrýnir úthlutunina harðlega og segist hafa efasemdir um það hvort hún sé hagkvæm, sérstaklega vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og aðstæðna á byggingarmarkaði. Þá eru allar lóðir bæjarins veðsettar og því ljóst að 90 prósent af andvirði lóðanna rennur til Depfa-bankans við sölu þeirra. „Það sem við höfum viljað gera er að byggja upp á lóðum sem nú þegar eru til staðar, meðal annars á Norðurbakkanum og einnig uppi á Holtinu,“ segir Valdimar. Að sögn Valdimars er rými fyrir sex hundruð íbúðir sem eru óbyggðar eða eru í byggingu. Hann bendir einnig á að kostnaður við uppbyggingu í kringum lóðaúthlutunina í Skarðshlíð, sem bærinn stendur straum af, sé áætlaður tveir milljarðar. Valdimar bætir við að efnahagsumhverfið sé þannig að það er alveg óvíst um áhuga á lóðunum. „Nokkrar lóðir voru auglýstar fyrir skömmu til úthlutunar og það var enginn áhugi á þeim,“ segir hann.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að veðsetning á lóðunum hafi verið ljós frá upphafi. Hún áréttar að með sölu á lóðunum er veðsetningu á þeim aflétt. Aðspurð um áhugaleysi á lóðaúthlutunum í bænum svarar Guðrún Ágústa: „Það var vitað að það voru erfiðar lóðir til úthlutunar.“ Hún bendir svo á, máli sínu til stuðnings, að mikil umferð hafi verið á vef bæjarins um helgina þegar úthlutanirnar voru kynntar. „Um 1.500 manns skoðuðu þessar síður þannig að áhuginn er einhver,“ segir hún. Aðspurð hvort fjárhagsstaða bæjarins sé ekki heldur þröng fyrir þessar framkvæmdir og hvort standi til að taka lán fyrir þeim svarar Guðrún Ágústa: „Við gerum ekki endilega ráð fyrir lántöku vegna framkvæmda þarna en það er umræða sem á eftir að taka.“ Guðrún Ágústa blæs alfarið á áhyggjur Sjálfstæðismanna. „Þetta er bara „win-win situation“,“ segir hún að lokum og bætir við að þetta sé rökrétt framhald vaxandi bæjarfélags sem er nú með 27 þúsund íbúa.Athugasemd: Hafnarfjarðarbær vill koma því á framfæri að lóðirnar séu ekki útboðslóðir, heldur lausnar til umsóknar á föstu verði. Um sé að ræða 56 einbýlishúsalóðir, tvö parhús, ellefu raðhúsalóðir og sjö fjöleignarhús. Byggðin muni í heild rúma um 2.000 íbúa en nú sé einungis um fjórðungur lóðanna laus til umsóknar.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent