Innlent

Gagnrýnir formann bæjarráðs fyrir starf hjá bænum

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Guðríður Arnardóttir (t.v.) vill svör við því hvers vegna formaður bæjarráðs var ráðinn verkefnastýra Hamraborgarhátíðar. 
Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs, segir spurningum um störf hennar sem verkefnisstjóri verða svarað í bæjarráði.
Guðríður Arnardóttir (t.v.) vill svör við því hvers vegna formaður bæjarráðs var ráðinn verkefnastýra Hamraborgarhátíðar. Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs, segir spurningum um störf hennar sem verkefnisstjóri verða svarað í bæjarráði.
„Það er munur á því að vera kjörinn bæjarfulltrúi og starfsmaður hjá bænum,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sem í bæjarráði spurðist fyrir störf Rannveigar Ásgeirsdóttur, formanns bæjarráðs úr Kópavogslistanum, sem verkefnastýru Hamraborgarhátíðar.

„Við settum reglur fyrir tveimur árum um samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins vegna þess að það er ekki ætlast til að kjörnir fulltrúar gangi um gólf og segi fólki fyrir verkum,“ segir Guðríður, sem vill svör við því hver hafi tekið þá ákvörðun að ráða Rannveigu og einnig við ýmsu um starfssvið hennar og kostnað við hátíðina.

„Að því er ég veit best er þetta í fyrsta skipti sem kjörinn fulltrúi hjá Kópavogsbæ tekur að sér að vera verkefnisstjóri yfir einhverju ákveðnu verkefni án þess að hafa verið falið það af nefnd sem er yfir viðkomandi málaflokki,“ segir Guðríður.

Rannveig Ásgeirsdóttur vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. „Ég á eftir að svara þessu í bæjarráði og geri það væntanlega næstkomandi fimmtudag,“ sagði Rannveig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×