Innlent

21 ók of hratt við Setbergsskóla

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lögregan á höfuðborgarsvæðinu myndaði í gær brot 21 ökumanns í Hlíðarbergi, við Setbergsskóla, í Hafnarfirði.

Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 83 ökutæki þessa akstursleið og því ók fjórðungur ökumanna, eða 25%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði.

Vöktun lögreglunnar í Hlíðarbergi er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×