Innlent

Funduðu um kjarasamninga

Boði Logason skrifar
Frá fundinum í dag
Frá fundinum í dag Mynd/Stöð 2
Leiðtogar stjórnarflokkanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, hreyfingar launafólks, Bændasamtakanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga í Ráðherrabústaðnum í hádeginu, vegna kjarasamninga sem eru í burðarliðnum.

Bjarni segir stjórnvöld vilja fylgjast með gangi mála og ræða með hvaða hætti stjórnvöld geti komið að því að liðka fyrir gerð samninga.

„Sameiginlega erum við auðvitað að bæta væntingar fólksins í landinu um bætt kjör," sagði Bjarni.

Voru menn þá að tala um einhverskonar þjóðarsátt?

„Nei það hugtak bar reyndar aldrei á góma en ég get sagt fyrir mitt leyti að við verðum að ná sambærilegum árangri eins og þar náðist, það er að segja að aðgerðir stjórnvalda og þeirra sem eru á vinnumarkaði, vinni saman að því að halda verðbólgu niðri og tryggja að kjarabætur haldist í hendur við verðmætasköpunina sem á sér stað í landinu.“

Nánar verður rætt við Bjarna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×