Innlent

Vill máli vísað frá dómi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer fram á að máli erfingja Halldórs Laxness gegn honum vegna brota á höfundarrétti, verði vísað frá dómi. Í greinargerð sem Hannes hefur sent frá sér segir að málinu beri að vísa frá dómi annars vegar sökum þess að málið sé vanreifað og dómkröfur ekki rökstuddar. Hins vegar sé réttum aðilum ekki stefnt þar sem útgefanda bókar Hannesar hafi ekki verið stefnt en atbeina hans þurfi til að brot á höfundarlögum verði fullframið. Til vara krefst Hannes að hann verði sýknaður af tæknilegum ástæðum vegna þess að refsikrafa sé fyrnd, miskakrafa ranglega sett fram og skaðabóta krafist af röngum aðila. Halldór Þorgeirsson tengdasonur Halldórs Laxness segir frávísunarkröfu Hannesar ekki koma á óvart, sú krafa komi upp í flestum dómsmálum á Íslandi. "En ég er persónulega þeirrar skoðunar að þetta mál hafi gengið of langt og maðurinn hefði átt að biðjast afsökunar og þá hefði málið verið dautt, segir Halldór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×