Innlent

Hafna nýrri flugstöð

Höfuðborgarsamtökin hafna áformum um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Þau telja augljóst að framkvæmdin sé til þess fallin að festa flugstarfsemina þar í sessi. Í bréfi sem samtökin sendu frá sér nýverið kemur fram að staðsetning nýrrar samgöngumiðstöðvar, sem að mati samtakanna er ekkert annað en ný flugstöð, falli ekki vel að almenningssamgöngum í borginni og sé enn ein framkvæmdin þar sem óþarflega miklum fjármunum sé varið í framkvæmd sem ekki sé í neinum tengslum við borgarumhverfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×