Birgir Leifur Hafþórsson hóf í morgun keppni á móti á Ítalíu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Birgir Leifur lék á einu höggi undir pari á fyrsta keppnisdegi mótsins sem fer fram í Tórínó á Ítalíu.
Hann fékk aðeins einn skolla á hringnum og sýndi mjög stöðugan leik. Hann fékk tvo fugla, á áttundu (par 5) og tólftu (par 3) holu.
Birgir Leifur þrípúttaði aldrei í morgun og er sem stendur í 27.-48. sæti af 155 keppendum. Ef hann spilar álíka vel á morgun á hann góða möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinnn.