Innlent

400 milljóna Evrópustyrkir í menntun

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Efla gæði menntunar. Listaháskólinn er einn þeirra skóla sem fengu styrk.
Efla gæði menntunar. Listaháskólinn er einn þeirra skóla sem fengu styrk. Fréttablaðið/Valli
Rannís hefur úthlutað 400 milljónum króna úr menntaáætlun ESB Erasmus+.

Í fyrsta sinn bauðst íslenskum háskólum tækifæri til að sækja um styrki til stúdenta- og starfsmannaskipta til landa utan Evrópu. Um 30 milljónum var úthlutað í slík verkefni sem fela til dæmis í sér samstarf við Armeníu, Ísrael, Bandaríkin og Kína.

Styrkjunum var úthlutað til 39 verkefna en að þessum verkefnum koma rúmlega hundrað skólar, fyrirtæki og stofnanir. Einstaklingar sem koma að verkefnum eru fleiri en þúsund sem er 30 prósent fjölgun frá síðasta ári.

Hæstu styrkir voru veittir til Háskóla Íslands, Listaháskólans, Tækniskólans og Iðunnar fræðsluseturs. Hluti verkefnanna er að veita nemendum og starfsfólki tækifæri til að taka hluta af námi sínu eða starfsþjálfun í Evrópu.

Markmið Erasmus+ er að styðja við verkefni sem efla grunnþætti í menntun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×