Ferðaþjónustan riðar til falls Tryggvi Jarl Sveinsson skrifar 23. apríl 2020 17:15 Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun