Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Guðmundur Engilbertsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun