Æfingahringur með Masters-sigurvegara breytti miklu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 16:15 Birgir Leifur segist hafa lært mikið af æfingahringnum með Bernhard Langer. Matthew Lewis/Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson, einn besti kylfingur landsins sat fyrir svörum í netspjalli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, nýverið. Þar sagði hann meðal annars að æfingahringur með Bernhard Langer hafi breytt miklu fyrir sig en Langer vann á sínum tíma Masters-mót. Birgir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur komist á Evrópumótaröðina í karlaflokki. Þegar hann var ungur að árum lék hann æfingahring með hinum þýska Langer á Mallorca og komst í kjölfarið að því að hann ætti langt í land með að ná þeim bestu í golfheiminum. „Ég gleymi því aldrei, það var himinn á haf á milli okkar. Á þessum tímapunkti kenndi hann mér margt. Við spiluðum átján holur og hann gaf vel af sér. Einnig lærði ég mikið með því að fylgjast með því hvernig hann undirbjó sig fyrir hringinn,“ sagði Birgir í útsendingunni. „Langer var mjög skipulagður og gerði allt eins. Hann sló sem dæmi tvö til þrjú högg af hverjum teig á hringnum [æfingahringur]. Sjaldnast voru nema fimm til tíu metrar á milli þeirra staða sem boltarnir voru eftir höggin. Ef ég gerði slík hið sama þá gat eitt höggið hjá mér lent tuttugu metrum vinstra megin við braut og annað tuttugu metrum hægra megin við.” „Ég fann að ég þurfti aðstoð varðandi tækninga og ég þyrfti að skilja hana betur. Ég hafði ekki fengið mikla þjálfun hér heima og hafði aðallega lært af því að keppa,“ sagði Birgir að lokum. Bernhard Langer vann á sínum tíma tvö Masters-mót, árin 1985 og 1993. Einnig var hann fastamaður í Ryder-liði Evrópu þegar Evrópa fór loks að standa upp í hárinu á Banaríkjamönnum í þeirri keppnum. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, einn besti kylfingur landsins sat fyrir svörum í netspjalli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, nýverið. Þar sagði hann meðal annars að æfingahringur með Bernhard Langer hafi breytt miklu fyrir sig en Langer vann á sínum tíma Masters-mót. Birgir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur komist á Evrópumótaröðina í karlaflokki. Þegar hann var ungur að árum lék hann æfingahring með hinum þýska Langer á Mallorca og komst í kjölfarið að því að hann ætti langt í land með að ná þeim bestu í golfheiminum. „Ég gleymi því aldrei, það var himinn á haf á milli okkar. Á þessum tímapunkti kenndi hann mér margt. Við spiluðum átján holur og hann gaf vel af sér. Einnig lærði ég mikið með því að fylgjast með því hvernig hann undirbjó sig fyrir hringinn,“ sagði Birgir í útsendingunni. „Langer var mjög skipulagður og gerði allt eins. Hann sló sem dæmi tvö til þrjú högg af hverjum teig á hringnum [æfingahringur]. Sjaldnast voru nema fimm til tíu metrar á milli þeirra staða sem boltarnir voru eftir höggin. Ef ég gerði slík hið sama þá gat eitt höggið hjá mér lent tuttugu metrum vinstra megin við braut og annað tuttugu metrum hægra megin við.” „Ég fann að ég þurfti aðstoð varðandi tækninga og ég þyrfti að skilja hana betur. Ég hafði ekki fengið mikla þjálfun hér heima og hafði aðallega lært af því að keppa,“ sagði Birgir að lokum. Bernhard Langer vann á sínum tíma tvö Masters-mót, árin 1985 og 1993. Einnig var hann fastamaður í Ryder-liði Evrópu þegar Evrópa fór loks að standa upp í hárinu á Banaríkjamönnum í þeirri keppnum.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira