Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:20 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira