Lífið

Sjötta ráðningin

Páll Magnússon var ráðinn sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 í tengslum við breytingar á eignarhaldi og skipulagi Norðurljósa. Fyrir var Páll framkvæmdastjóri dagskrársviðs stöðvarinnar og helsti fréttalesari ásamt Eddu Andrésdóttur. Átján ár eru síðan Páll hóf störf hjá Stöð 2, þá sem fréttastjóri. Nokkrum árum síðar varð hann forstjóri félagsins, tók við því starfi af Jóni Óttari Ragnarssyni í kjölfar eigendaskipta. Eftir nokkur ár á þeim stóli hvarf Páll á braut en kom aftur til Íslenska útvarpsfélagsins skömmu síðar, þá sem sjónvarpsstjóri Sýnar. Seinna varð hann fréttastjóri á ný og gegndi því starfi þar til hann gerðist upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Eftir þriggja ára starf í Vatnsmýrinni hélt Páll enn á vit ævintýranna á Lynghálsi fyrr á þessu ári og varð framkvæmdastjóri dagskrárdeildar Stöðvar 2. Í fyrradag varð hann svo sjónvarpsstjóri stöðvarinnar en mun áfram lesa fréttirnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.