Ljósmóðir spyr: er menntun máttur? Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 25. mars 2018 10:30 Þessi fræga setning er komin frá enskum heimspekingi að nafni Francis Bacon. Hann taldi að þekking væri lykillinn að því að geta stjórnað náttúrunni og þar með bætt líf manna. Þessi setning hefur hljómað í eyrum mínum frá því að ég var ung og kom aldrei annað til greina en að ganga menntaveginn. Hvaða menntun það yrði kom svo seinna meir og varð hjúkrunarfræði fyrir valinu til að byrja með og síðar ljósmóðurfræði. En nú spyr ég, er menntun máttur? Ljósmóðurfræði krefst sex ára háskólanáms, fjögur í hjukrunarfræði og tvö í ljósmóðurfræði.. Starfið sjálft er krefjandi, flókið, fjölbreytt, skemmtilegt, gefandi en ekki vel launað því miður. Fyrir mér er mátturinn sem fylgir menntun fólgin í því að fá atvinnu og upplifa atvinnuöryggi. Upplifa ánægju í starfi og síðast og en síst ætti menntunin að skila mér þeim launum sem ég þarf til að sjá fyrir fjölskyldu minni. Menntun mín uppfyllir tvennt af þessu, atvinnu og ánægju í starfi. En það sama er ekki hægt að segja um launin. Launin mín gera mér ekki kleift að sjá fyrir mér og mínum, það finnst mér ekki ásættanlegt. Að fara í gegnum sex ára háskólanám og vera ekki fjárhagslega sjálfstæð. Hvaða skilaboð erum við að senda ungum konum í dag? Vertu viss um að hafa góða fyrirvinnu, vertu vel gift. Eru þetta skilaboð sem við viljum senda? Það sem einkennir ljósmæðrastéttina er að hún er kvennastétt. Aðrar kvennastéttir glíma við sama vandamál, þ.e. lág laun. Það virðist vera svo að aðrar stéttir með sambærilegt háskólanám eru að fá hærri laun en ljósmæður. Það er ekki lengur hægt að sætta sig við þetta. Þessu þarf að breyta. Einnig velti ég því fyrir mér hvað atvinnuveitandi minn er að gera. Ég starfa á Landspítalanum og þannig séð er ríkið minn atvinnuveitandi. Ríkið leggur til peninga í mína menntun með fjárfamlögum til Háskóla Íslands. Ríkið ætti þannig að vera að fjárfesta í menntun. En það er því miður þannig að fjöldi kvenna lýkur menntun í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði en hverfur svo til annarra starfa þar sem launin eru betri. Hvers konar fjárfesting er það? Ætti það ekki að vera hagur í því að fá allar þessar menntuðu konur til starfa og greiða þeim viðunanndi laun? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að gera betur við kvennastéttir í umönnuarstörfum. Nú þegar samningaviðræður eru á milli ljósmæðra og ríkisins vil ég benda á það að nú er tækifæri til að breyta þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þessi fræga setning er komin frá enskum heimspekingi að nafni Francis Bacon. Hann taldi að þekking væri lykillinn að því að geta stjórnað náttúrunni og þar með bætt líf manna. Þessi setning hefur hljómað í eyrum mínum frá því að ég var ung og kom aldrei annað til greina en að ganga menntaveginn. Hvaða menntun það yrði kom svo seinna meir og varð hjúkrunarfræði fyrir valinu til að byrja með og síðar ljósmóðurfræði. En nú spyr ég, er menntun máttur? Ljósmóðurfræði krefst sex ára háskólanáms, fjögur í hjukrunarfræði og tvö í ljósmóðurfræði.. Starfið sjálft er krefjandi, flókið, fjölbreytt, skemmtilegt, gefandi en ekki vel launað því miður. Fyrir mér er mátturinn sem fylgir menntun fólgin í því að fá atvinnu og upplifa atvinnuöryggi. Upplifa ánægju í starfi og síðast og en síst ætti menntunin að skila mér þeim launum sem ég þarf til að sjá fyrir fjölskyldu minni. Menntun mín uppfyllir tvennt af þessu, atvinnu og ánægju í starfi. En það sama er ekki hægt að segja um launin. Launin mín gera mér ekki kleift að sjá fyrir mér og mínum, það finnst mér ekki ásættanlegt. Að fara í gegnum sex ára háskólanám og vera ekki fjárhagslega sjálfstæð. Hvaða skilaboð erum við að senda ungum konum í dag? Vertu viss um að hafa góða fyrirvinnu, vertu vel gift. Eru þetta skilaboð sem við viljum senda? Það sem einkennir ljósmæðrastéttina er að hún er kvennastétt. Aðrar kvennastéttir glíma við sama vandamál, þ.e. lág laun. Það virðist vera svo að aðrar stéttir með sambærilegt háskólanám eru að fá hærri laun en ljósmæður. Það er ekki lengur hægt að sætta sig við þetta. Þessu þarf að breyta. Einnig velti ég því fyrir mér hvað atvinnuveitandi minn er að gera. Ég starfa á Landspítalanum og þannig séð er ríkið minn atvinnuveitandi. Ríkið leggur til peninga í mína menntun með fjárfamlögum til Háskóla Íslands. Ríkið ætti þannig að vera að fjárfesta í menntun. En það er því miður þannig að fjöldi kvenna lýkur menntun í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði en hverfur svo til annarra starfa þar sem launin eru betri. Hvers konar fjárfesting er það? Ætti það ekki að vera hagur í því að fá allar þessar menntuðu konur til starfa og greiða þeim viðunanndi laun? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að gera betur við kvennastéttir í umönnuarstörfum. Nú þegar samningaviðræður eru á milli ljósmæðra og ríkisins vil ég benda á það að nú er tækifæri til að breyta þessu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar