Innlent

Kim Larsen með tónleika á Íslandi í haust

Íslandsvinurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken koma hingað til lands í haust og halda tónleika í Vodafone-höllinni, nýrri höll Valsmanna. Tónleikarnir fara fram þann 24. nóvember en þetta er í fjórða sinn sem Larsen sækir Ísland heim. Síðast kom hann í ágúst 2005 en þaráður árið 1988.

Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum tónleikanna að Kim Larsen og félagar hafi verið á tónleikaferð að undanförnu um Danmörku sem síðan verði framhaldið um hin norrænu ríkin í haust og verða lokatónleikarnir á Íslandi.

Nýjasta plata Kims Larsen og Kjukken kom út fyrir jólin í fyrra og ber hún nafnið "Gammel hankat" sem útleggst á íslensku „Gamli fresskötturinn". Hún hefur fengið lofsamlega dóma í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×