Lífið

Ofurhetjur á forsýningu

Gestir forsýningarinnar eru hvattir til að mæta í ofurhetjubúningum.
Gestir forsýningarinnar eru hvattir til að mæta í ofurhetjubúningum.
Hasarmyndin Kick-Ass verður forsýnd hérlendis um næstu helgi, viku á undan frumsýningu hennar hér heima og í Bandaríkjunum. Sýningin verður klukkan 01.00 í Kringlubíói aðfaranótt sunnudags á vegum Kvikmyndir.is og eru gestir hvattir til að mæta í ofurhetjubúningi.

Mælt er með því að fólk búi til sína eigin ofurhetju, rétt eins og persónur myndarinnar gera, og fá þeir þrír sem mæta í flottustu búningunum gjafakörfur. Kick-Ass er byggð á samnefndum teiknimyndasögum og fjallar um ungling sem ákveður að verða ofurhetja þótt hann búi ekki yfir neinum yfirnáttúrulegum kröftum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.