Erlent

Rio í ruglinu - hélt framhjá í steggjapartíinu sínu

Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.

Rio Ferdinand, nýskipaður fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta gæti átt stuttan fyrirliðaferil en hann var skipaður eftir að upp komst um framhjáhald Johns Terry. Breska blaðið The Daily Mail greinir frá því í dag að ísraelsk fyrirsæta hafi átt vingott við Ferdinand í Tel Aviv nokkrum vikum áður en hann gekk að eiga heitkonu sína til sjö ára. Að sögn blaðsins hittist parið á næturklúbbi en vinir Rio voru að steggja hann í borginni.

Blaðið segir að bresk blöð hafi boðið stúlkunni Tsil Sela, meira en 20 þúsund pund fyrir að segja sögu sína en hún á að hafa verið með Ferdinand á meðan kærasta hans var heima í Bretlandi með sonum þeirra. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um að Rio ætti börn og kærustu heimafyrir og fékk víst áfall þegar hún frétti að hann væri ekki einn á báti.

Umboðsmaður hennar hefur verið að reyna að selja söguna og fullyrðir hann að ekki hafi aðeins verið um einnar nætur gaman að ræða hjá parinu.

Cole líka í klemmu

Reynist sagan sönn lendir landsliðsþjálfarinn Fabio Capello í vandræðum og ekki ólíklegt að hann þurfi að finna sér nýjan fyrirliða. Þá kemur Ashley Cole leikmaður Chelsea varla til greina því fyrirsæta í Bretlandi hefur upplýst að hann hafi sent henni dónaleg smáskilaboð og myndir af sér nöktum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×