Undrakremið sem er að gera allt vitlaust Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 21. maí 2015 08:30 Munurinn eftir að kremið var borið á húðina. Vísir Kremið Instantly Ageless frá Jeunesse, oft kallað undrakremið í daglegu tali, hefur svo sannarlega slegið í gegn. Myndir og myndbönd af konum og mönnum, sem bera kremið á sig og sjá umtalsverðan mun eftir aðeins tvær mínútur, fara eins og eldur í sinu um Facebook. En hvað er þetta undraefni? Íris Pétursdóttir er ein þeirra sem selja kremið. „Þetta er meira eins og förðunarvara, þar sem kremið er ekki með langtímavirkni. Þú þværð þetta af þér á kvöldin eins og þú gerir með annan farða,“ segir Íris. Efnið kom fyrst á markað í Bandaríkjunum í nóvember og á Evrópumarkað í apríl. „Þeir höfðu ekki undan að framleiða þetta, því það var svo mikil eftirspurn. Þetta er að virka en það eru margir sem trúa því ekki,“ segir hún.FYRIR OG EFTIR Hér hefur kremið verið borið á augnsvæðið. Eftir að kremið er borið á húðina virkar það í um 6-8 klukkustundir. Íris segist sjálf bera kremið á yfir farða, en líka megi nota það undir hann sem nokkurs konar grunn. „Ég kalla þetta oft partíkremið. Flestir nota þetta þegar þeir eru að fara eitthvað út.“ Virknin í kreminu kemur fram þegar það þornar á húðinni. „Þetta virkar eins og bótox án nála og maður finnur húðina strekkjast aðeins þegar þetta þornar.“ Íris segist hvorki hafa heyrt um að fólk hafi ekki þolað efnið né hafi orðið vart við langtímavirkni. „Ég hef ekki séð langtímaáhrif af þessu, og get ekki staðfest það.“ Virka efnið í kreminu er argireline (acetyl hexapeptide-3), peptíð sem oft er kallað bótox í krukku. Efnið kemur í veg fyrir að vöðvar geti dregist saman þegar til dæmis er brosað. Til þess að vöðvasamdráttur geti orðið þurfa svokölluð SNARE-prótein að myndast. Þau senda boð til heilans um að hreyfa vöðvann. Það sem argireline gerir er að herma eftir einu af þessum próteinum og þannig veikir það hin, svo ekki verði vöðvasamdráttur. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Kremið Instantly Ageless frá Jeunesse, oft kallað undrakremið í daglegu tali, hefur svo sannarlega slegið í gegn. Myndir og myndbönd af konum og mönnum, sem bera kremið á sig og sjá umtalsverðan mun eftir aðeins tvær mínútur, fara eins og eldur í sinu um Facebook. En hvað er þetta undraefni? Íris Pétursdóttir er ein þeirra sem selja kremið. „Þetta er meira eins og förðunarvara, þar sem kremið er ekki með langtímavirkni. Þú þværð þetta af þér á kvöldin eins og þú gerir með annan farða,“ segir Íris. Efnið kom fyrst á markað í Bandaríkjunum í nóvember og á Evrópumarkað í apríl. „Þeir höfðu ekki undan að framleiða þetta, því það var svo mikil eftirspurn. Þetta er að virka en það eru margir sem trúa því ekki,“ segir hún.FYRIR OG EFTIR Hér hefur kremið verið borið á augnsvæðið. Eftir að kremið er borið á húðina virkar það í um 6-8 klukkustundir. Íris segist sjálf bera kremið á yfir farða, en líka megi nota það undir hann sem nokkurs konar grunn. „Ég kalla þetta oft partíkremið. Flestir nota þetta þegar þeir eru að fara eitthvað út.“ Virknin í kreminu kemur fram þegar það þornar á húðinni. „Þetta virkar eins og bótox án nála og maður finnur húðina strekkjast aðeins þegar þetta þornar.“ Íris segist hvorki hafa heyrt um að fólk hafi ekki þolað efnið né hafi orðið vart við langtímavirkni. „Ég hef ekki séð langtímaáhrif af þessu, og get ekki staðfest það.“ Virka efnið í kreminu er argireline (acetyl hexapeptide-3), peptíð sem oft er kallað bótox í krukku. Efnið kemur í veg fyrir að vöðvar geti dregist saman þegar til dæmis er brosað. Til þess að vöðvasamdráttur geti orðið þurfa svokölluð SNARE-prótein að myndast. Þau senda boð til heilans um að hreyfa vöðvann. Það sem argireline gerir er að herma eftir einu af þessum próteinum og þannig veikir það hin, svo ekki verði vöðvasamdráttur.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira