Innlent

Opinn hugarflæðisfundur í Garðabæ

Opinn hugarflæðisfundur um menningarmál í Garðabæ verður haldinn í næstu viku. Á fundinum gefst fóki tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri á óformlegan og auðveldan hátt, segir í tilkynningu á heimasíðu Garðabæjar. Ráðgjafafyrirtæki var ráðið til að stýra fundinum. Niðurstöður fundarins eru sagðar munu nýtast vel í þeirri vinnu sem fram undan er við að móta menningarstefnu fyrir Garðabæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×