Skínandi skíðatímabil framundan 7. janúar 2005 00:01 Kalt hefur verið í veðri undanfarnar vikur og ofankoma talsverð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöllin. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. "Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000," segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og afkoman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyfturnar. "Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur einfaldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það." 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar aðeins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. "Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór." Skíðin rifin út "Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því," segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversluninni Útilífi, ánægður með skíðasöluna að undanförnu. "Síðustu ár hafa verið hörmung," bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harður. "Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúrlega meira á skíðunum. Það breytist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima," segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salíbunur. "Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman." Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er annálaður skíðaáhugamaður. "Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður," segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. "Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með." Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. "Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur." Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Kalt hefur verið í veðri undanfarnar vikur og ofankoma talsverð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöllin. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. "Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000," segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og afkoman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyfturnar. "Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur einfaldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það." 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar aðeins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. "Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór." Skíðin rifin út "Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því," segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversluninni Útilífi, ánægður með skíðasöluna að undanförnu. "Síðustu ár hafa verið hörmung," bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harður. "Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúrlega meira á skíðunum. Það breytist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima," segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salíbunur. "Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman." Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er annálaður skíðaáhugamaður. "Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður," segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. "Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með." Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. "Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur."
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira