Erlent

Fjórtán létust í lestarslysi

Fjórtán létust og rúmlega fímmtíu slösuðust í lestarslysi á Ítalíu skömmu eftir hádegi í dag. Farþegalest og vöruflutningalest rákust á skammt frá lestarstöð í Bologna á Norður-Ítalíu, en þær voru báðar á sama spori. Lestirnar voru á leið á milli Veróna og Bologna og brunuðu hvor á aðra.. Einn lestarvagninn þeyttist í loft upp og lenti ofan á hinni lestinni. Þetta er versta lestarslys á Ítalíu frá því árið 1980.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×