Handbolti

Enginn Íslendingur á meðal 25 bestu handboltamanna heims að mati Nyegaards

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Pálmarsson hlaut ekki náð fyrir augum Bents Nyegaard.
Aron Pálmarsson hlaut ekki náð fyrir augum Bents Nyegaard. vísir/getty

Enginn Íslendingur er á lista danska handboltasérfræðingsins Bents Nyegaard yfir 25 bestu handboltamenn heims. Listinn birtist á heimasíðu TV2 í dag.

Nyegaard miðaði við frammistöðu leikmanna frá og með heimsmeistaramótinu 2019.

Þrír Danir eru á meðal fimm efstu manna á lista Nyegaards. Besti handboltamaður heims að hans mati er hins vegar Norðmaðurinn Sander Sagosen.

Mikkel Hansen er í 2. sæti, Niklas Landin í því þriðja og Rasmus Lauge í því fimmta. Spánverjinn Alex Dujshebaev er í 4. sætinu.

Ekkert pláss er fyrir Aron Pálmarsson eða aðra Íslendinga á lista Nyegaards. Hann horfði einnig framhjá öllum sænskum leikmönnum.

Lista Nyegaards má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×