Upprætum ofbeldi gegn konum Guðrún Ögmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Við getum öll verið sammála um að við viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðgað, brenndar og limlestar fyrir það eitt að vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Á morgun er landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer fram um heim allan. Á morgun mun milljarður koma saman til að dansa fyrir réttlæti, dansa fyrir heim þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir heim þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síðasta ári komu saman milljónir manna í 207 löndum og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við að gera enn betur! Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrirstaða þess að árangur náist í jafnréttismálum og efnahagslegri þróun. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur verið dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóðurinn í heiminum sem vinnur eingöngu að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og er hann rekinn undir hatti UN Women. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag en fleiri konur látast eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu, umferðarslysa, HIV og krabbameins ár hvert. Á síðustu árum hafa fjölmargir landsmenn lagt málefninu lið með þátttöku í Systralagi UN Women. Með þátttöku í Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi samtakanna lið við að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti sem konur og stúlkur í fátækustu löndum heims upplifa dag hvern. Landsnefnd UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að við viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðgað, brenndar og limlestar fyrir það eitt að vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Á morgun er landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer fram um heim allan. Á morgun mun milljarður koma saman til að dansa fyrir réttlæti, dansa fyrir heim þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir heim þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síðasta ári komu saman milljónir manna í 207 löndum og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við að gera enn betur! Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrirstaða þess að árangur náist í jafnréttismálum og efnahagslegri þróun. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur verið dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóðurinn í heiminum sem vinnur eingöngu að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og er hann rekinn undir hatti UN Women. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag en fleiri konur látast eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu, umferðarslysa, HIV og krabbameins ár hvert. Á síðustu árum hafa fjölmargir landsmenn lagt málefninu lið með þátttöku í Systralagi UN Women. Með þátttöku í Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi samtakanna lið við að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti sem konur og stúlkur í fátækustu löndum heims upplifa dag hvern. Landsnefnd UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar