Upprætum ofbeldi gegn konum Guðrún Ögmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Við getum öll verið sammála um að við viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðgað, brenndar og limlestar fyrir það eitt að vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Á morgun er landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer fram um heim allan. Á morgun mun milljarður koma saman til að dansa fyrir réttlæti, dansa fyrir heim þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir heim þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síðasta ári komu saman milljónir manna í 207 löndum og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við að gera enn betur! Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrirstaða þess að árangur náist í jafnréttismálum og efnahagslegri þróun. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur verið dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóðurinn í heiminum sem vinnur eingöngu að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og er hann rekinn undir hatti UN Women. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag en fleiri konur látast eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu, umferðarslysa, HIV og krabbameins ár hvert. Á síðustu árum hafa fjölmargir landsmenn lagt málefninu lið með þátttöku í Systralagi UN Women. Með þátttöku í Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi samtakanna lið við að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti sem konur og stúlkur í fátækustu löndum heims upplifa dag hvern. Landsnefnd UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að við viljum búa í heimi þar sem konur lifa ekki í ótta við ofbeldi, að vera áreittar, nauðgað, brenndar og limlestar fyrir það eitt að vera konur! Þetta er ekki róttæk krafa. Þetta eru grundvallarmannréttindi. Á morgun er landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu. Byltingu sem fer fram um heim allan. Á morgun mun milljarður koma saman til að dansa fyrir réttlæti, dansa fyrir heim þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, fyrir heim þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Milljarður rís er alþjóðlegur viðburður sem nú er haldinn í þriðja sinn. Á síðasta ári komu saman milljónir manna í 207 löndum og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf víðs vegar um landið. Í ár ætlum við að gera enn betur! Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama. Ofbeldi gegn konum er ein helsta fyrirstaða þess að árangur náist í jafnréttismálum og efnahagslegri þróun. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur verið dyggur stuðningsaðili Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Styrktarsjóðurinn er eini sjóðurinn í heiminum sem vinnur eingöngu að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og er hann rekinn undir hatti UN Women. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag en fleiri konur látast eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en malaríu, umferðarslysa, HIV og krabbameins ár hvert. Á síðustu árum hafa fjölmargir landsmenn lagt málefninu lið með þátttöku í Systralagi UN Women. Með þátttöku í Systralaginu leggja styrktaraðilar starfi samtakanna lið við að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti sem konur og stúlkur í fátækustu löndum heims upplifa dag hvern. Landsnefnd UN Women skorar á fyrirtæki, stofnanir og skóla að fjölmenna og sýna samstöðu í verki. Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar