Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Þórir Garðarsson skrifar 22. apríl 2020 10:15 Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. En hvað svo, hvað ef ástandið versnar svo mikið hjá fyrirtækjunum að þau geta ekki staðið við greiðslur þegar þar að kemur? Jú, þá teljast framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækjanna hafa framið skattalagabrot. Við því liggja sektir og fangelsisrefsing. Með þessu boði ríkisvaldsins er verið að leiða stjórnendur fyrirtækja inn á vægast sagt varasamt sprengjusvæði. Hjá fyrirtækjum sem hafa misst nær allar tekjur og sjá fram á tekjuleysi næstu mánuði eða ár getur valið staðið á milli þess að greiða laun eða greiða skatta. Ábyrgur stjórnandi stendur við launagreiðslur meðan hann mögulega getur. Því er freistandi að þiggja boðið um að fresta skattskilum. En það getur reynst hinn versti bjarnargreiði ef allt fer á versta veg. Ríkisvaldið sækir af hörku á þá einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir skattskilum. Mýmargir dómar um sektir og fangelsisvist vegna skattalagabrota segja allt sem segja þarf. Það er ekki nóg fyrir ríkið að segja A ef B fylgir ekki á eftir. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort vanskil á frestuðum skattgreiðslum verða gerð refsilaus. Meðan það liggur ekki fyrir standa þúsundir stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum frammi fyrir erfiðu vali um hvernig á að ráðstafa síminnkandi tekjum þessa dagana. Á að greiða launin eða skattinn og henda inn handklæðinu. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. En hvað svo, hvað ef ástandið versnar svo mikið hjá fyrirtækjunum að þau geta ekki staðið við greiðslur þegar þar að kemur? Jú, þá teljast framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækjanna hafa framið skattalagabrot. Við því liggja sektir og fangelsisrefsing. Með þessu boði ríkisvaldsins er verið að leiða stjórnendur fyrirtækja inn á vægast sagt varasamt sprengjusvæði. Hjá fyrirtækjum sem hafa misst nær allar tekjur og sjá fram á tekjuleysi næstu mánuði eða ár getur valið staðið á milli þess að greiða laun eða greiða skatta. Ábyrgur stjórnandi stendur við launagreiðslur meðan hann mögulega getur. Því er freistandi að þiggja boðið um að fresta skattskilum. En það getur reynst hinn versti bjarnargreiði ef allt fer á versta veg. Ríkisvaldið sækir af hörku á þá einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir skattskilum. Mýmargir dómar um sektir og fangelsisvist vegna skattalagabrota segja allt sem segja þarf. Það er ekki nóg fyrir ríkið að segja A ef B fylgir ekki á eftir. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort vanskil á frestuðum skattgreiðslum verða gerð refsilaus. Meðan það liggur ekki fyrir standa þúsundir stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum frammi fyrir erfiðu vali um hvernig á að ráðstafa síminnkandi tekjum þessa dagana. Á að greiða launin eða skattinn og henda inn handklæðinu. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar