Viðskipti innlent

Skattar draga úr hvata

jón hákon halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson fundar nánast daglega um losun hafta.
Bjarni Benediktsson fundar nánast daglega um losun hafta. fréttablaðið/gva
„Það er ekki hægt að skapa hvata til verðmætasköpunar ef ríkið ætlar að hirða bróðurpartinn af ábatanum með sköttum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á aðalfundi Félags atvinnurekenda í Nauthóli í gær.

Bjarni sagði að stærstu verkefni ráðuneytisins væru af tvennum toga. Annars vegar vinna við afnám fjármagnshafta og hins vegar vinna við að einfalda skattkerfið. Hann sagðist sjálfur funda nánast á hverjum degi um afnám haftanna. „Síðast í dag, allur föstudagurinn fer í það,“ sagði Bjarni og ítrekaði að ráðuneytið hefði aldrei haft jafn marga við að vinna að þessum málum.

Hann sagði að það væri tómt mál að tala um eflingu frumkvöðlastarfs og atvinnulífs, eflingu nýsköpunar eða mikilvægi þess að ná fram hagvexti ef ekki tækist að leysa þessi mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×